Aumingja Baugur kveinkar sér enn einu sinni

Mikið ósköp og skelfing er orðið leiðinlegt og þreytandi að hlusta á þetta væl í forsvarsmönnum fyrirtækisins Baugs. Alltaf er það öðrum að kenna ef eitthvað aflaga fer og umræða um hreinar staðreyndir er auðvitað aðför vondra manna að fyrirtækinu. Þetta er orðið vægast sagt fyrirsjáanlegt og hundleiðinleg umræða. Held að flestir séu farnir að sjá í gegnum þessa vitleysu, sem hefur staðið alltof lengi. Lengi vel gátu þeir reddað sér með því að kenna vissum mönnum um einhverja herferð gegn sér. Nú er sú spilaborg fallin yfir þá sjálfa.

Steininn tók endanlega úr þegar Jón Ásgeir ætlaði að kenna Davíð Oddssyni um verklag bankanna gegn Baugi, þegar þeir gengu að þeim fyrir nokkrum vikum. Þá var ný ríkisstjórn komin til valda og þá fyrst fóru hinir staðföstu varnarjálkar Baugs að gefa eftir, enda trúði enginn maður að Davíð gæti sagt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir verkum, hvað þá gefið henni ordrur um verk og ákvarðanir. Þessi margfræga vitleysa féll kylliflöt og ekki var búst í að taka hringekjuna enn einn hringinn.

Sama gerist nú. Hver trúir þessu fjandans væli um að allir séu svo vondir við Baug og vilji gera þeim allt hið versta. Menn hafa kallað þetta yfir sig sjálfir. Þeir eiga nú að hætta þessum blekkingarleik og fara að standa fyrir máli sínu eins og menn en ekki væludúkkur.


mbl.is Baugur: Segja fullyrðingar rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

 Mikið er ég sammála þér og öllum þeim sem eru loksins farnir að sjá í gegn um þennan málflutning hjá Baugs mönnum. Reyndar sá ég í lok síðustu viku eða um helgina yfirlýsingu frá JÁJ vegna greinar í financial times, þar sem sama vælið um það sem þar er skrifað sé runnið undan rógburðar mönnum og öðrum slíkum ódámum. Vonandi komast þeir sem fyrst á hausinn svo að hér geti risið trúverðugar verslanir sem hafa heiðarlega samkeppni að leiðarljósi. Við myndum aldrei versla við Danskar verslanir sem höguðu sér eins og Baugs verslanirnar hafa gert. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband