Búið spil hjá Baugi - blekkingarleikur á endastöð

Augljóst er að blekkingarspilið hjá Baugi er búið - leikritið mikla og farsinn er á enda og tjaldið er fallið. Eftir stendur stórskuldug þjóð í rústunum sem þessir menn skilja eftir sig. Þetta eru bitur og erfið endalok fyrir viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs. Þau koma þó varla nokkrum manni að óvörum. Varað hefur verið við þessum leiðarlokum í mjög langan tíma og þau ættu að vera fyrirsjáanleg. 

Á síðasta hring blekkingarhringekjunnar átti enn að reyna að ljúga þjóðina uppfulla af því að Davíð Oddsson væri stóri glæponinn í þessari svikamyllu og hann væri vondi kallinn sem væri að ganga frá dýrlingunum og englaveldinu Baugi.

Flestir sjá orðið hvað er satt og logið í þessu blekkingarspili. Tjaldið er fallið og auðjöfrarnir með. Enginn mun hugga þá í kjölfarið.

mbl.is Frekari greiðslustöðvun hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að hinn hrokafulli Davíð Oddsson er farinn frá.

Kjósandinn (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Nei, þetta er alls ekki endastöðin. Baugur var hvort eð er lítið annað en skel uppfull af skuldum. Þau vörumerki sem áður voru hvað þekktust innan Baugs, eins og Hagar (Hagkaup, Bónus, 10-11) eru löngu kominn úr Baugi. Svikamylla Jóns Ásgeirs og félaga mun halda áfram um ókomna tíð, því verr og miður.

Vilhelm Smári Ísleifsson, 11.3.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki mundi maður nú hvít þvo Davíð alveg!!! en þetta er svona þeir fóru framúr sér ekki spurning en það gerðu hinir og þar er verk að vinna/vona bara að Bónus fari ekki sömuleið,Jóhannes á það ekki skilið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Davíð reyndi þó! ...ekki gleyma því, þrátt fyrir allt!

En ég er farin að sjá Baugsmálið í öðru ljósi eftir að Eva Jolie kom með alla sína reynslu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband