Sigurjón sigrar Magnús Þór í Norðvestri

Ég vil óska Sigurjóni Þórðarsyni til hamingju með glæsilegan sigur í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sigurjón sigrar þar varaformanninn Magnús Þór Hafsteinsson, sem var eitt sinn þingmaður Suðurkjördæmis en mistókst að ná kjöri í Reykjavík í kosningunum 2007. Þessi úrslit hljóta að veikja varaformanninn mjög í sessi.

Held að þetta sé fyrsta prófkjörið sem Frjálslyndi flokkurinn hefur haldið. Þar hefur hingað til verið raðað upp á lista og almennum flokksmönnum ekki gefið tækifæri til að kjósa á milli frambjóðenda. Þrátt fyrir að Frjálslyndi flokkurinn hafi oft verið betur á sig kominn en nú er við hæfi að hrósa þeim fyrir að hafa áttað sig á prófkjörsfyrirkomulaginu á tíu ára afmælinu.

Sigurjón yfirgaf Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, þar sem hann var kjörinn á þing árið 2003. Hann leiddi listann hér í Norðausturkjördæmi en náði ekki kjöri. Sigurjón vann ötullega í þeirri baráttu og tókst að rífa flokkinn upp úr miklum öldudal með mikilli vinnu og gerði gott úr erfiðri aðstöðu.

Honum var lofað framkvæmdastjórastöðu flokksins í kjölfarið en svikinn um það þegar á hólminn kom. Forysta flokksins launaði honum öll verkin fyrir þennan flokk með þeim svikum. Þessi sigur hans vekur því mikla athygli og sýnir styrkleika hans innan flokksins.

mbl.is Sigurjón náði 2. sætinu hjá Frjálslyndum í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús er að gjalda fyrir mótmæli sín gegn flóttafólkinu á Akranesi.

Valsól (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús er heill og góður maður, öflugur penni og með víðtæka þekkingu, m.a. á sjávarútvegsmálum. Það gengur ekki, að slíkur maður sitji hjá við þessar kosningar, á eftir einhverri spákonu. Hann á að fara beint í framboð í Reykjavík og ná þar inn þingsæti. Hann hefur ekkert til að skammast sín fyrir á pólitískum vettvangi og hefur sýnt meiri hugprýði en margar óhreinskilnu lyddurnar – með því að fara ekki dult með skoðanir sínar, enda nutu þær góðs fylgis sl. sumar þrátt fyrir rógsherferð múltikúltúralista, vinstri-líberal álitsgjafanna, óprincíperuðu og raunar hálf-sósíalísku hægrimannanna og annarra sem hentu sér á þá lestina.

Magnús brást ekki, þegar fyrir lá lagafrumvarp um tilraunir á fósturvísum, eins og hins vegar flokksmenn okkar á þingi gerðu, Stefán, enda voru þeir þá, á landsfundi 2007, búnir að ryðja burt úr landsfundarsamþykkt síðasta vottinum um stuðning flokksins við kristna arfleifð og siðagildi.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 01:24

3 identicon

Skrítin grein hjá Jón Val, hann vill að Magnús sé eins og hórs og hoppi yfir í næsta kjördæmi. Auðvitað á Magnús nú að þekkja sinn vitjunartíma, hanns tími er liðinn.  Ég óska Sigurjóni til hamingja Sigurjón er drengur góður, en vona að hann festist ekki í kvótakjaftæðinu, eins og nú er ljóst þá eru vinstri grænir og Samfylking sammála um að breyta ekki kerfinu, vitað er um afstöðu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, svo það er tímasóun að tuða um kvótakerfið 95% þeirra sem sitja Alþingi vilja það óbreytt, það sýnir sig nú þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Georgs Bjarnfreðarsonar fjármálaráðherra.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 04:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver getur skilið þennan Ómar Sig., hvað er "hórs"? Magnús er ekkert bundinn við NV-kjördæmi, hann var síðast í Suðurkjördæmi og getur auðveldlega flutt sig í eina þessara 5.000 íbúða eða svo sem eru á lausu í Reykjavík. Ómar þessi vill gera alla flokkana að kvótaflokkum, verði honum að góðu, en Sigurjón tekur örugglega ekki þátt í því.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:12

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sælir. Póstkosningin hefur farið fram og þannig vildi fólkið hafa þetta. Það var ljóst frá upphafi að ekki gátu allir fengið annað sætið. Varðandi það hvort ræða á um kvótann þá langar mig að segja frá fundi sem ég var á hjá Flensborg í Hafnarfirði í morgun, þar sem allir flokkar mættu í pallborð. Spurt var um sjávarútveg og ég fór vel yfir það og tilvist flokksins í kjölfar þess óréttlætis sem felst í kvótaframsalinu. Það kom fram skýrt hjá flestum í panelnum að ÞEIR væru mjög á móti þessu óréttlæti..  Bara eins og allir hefðu alltaf verið með þessa skoðun. Þar á meðal Þorgerður Katrín en samt hældi hún kerfinu "sem slíku". Gat þó ekki skýrt kostina eða gerði það allavega ekki. Þetta var afar skemmtilegt og Hjálmar Hjálmarsson "ekkifréttamaður" bara fyndinn. Vissi ekki mikið um hvað er að gerast inni á Alþingi " vildi bara fara þarna inn og gera eitthvað" Upplýsti fundarmenn að Frjálslyndi flokkurinn væri að liðast í sundur en er sjálfur að beita sér gegn flokksræðinu sjálfur  vildi semsagt að það væri meiri flokksagi hja okkur í FF.

Ósköp finnst mér ógeðfellt þetta tal um fósturvísafrumvarpið. Hvað varð annars af því? Ég gæti trúað að Magnús væri að líða fyrir flóttamannakonurnar í þessu kjöri. Það mætti halda að menn væru á móti spákonum menn sem trúa annars á spámenn frá örófi alda. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.3.2009 kl. 20:11

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt þú fylgdist kannski með atburðum, Kolbrún. Lög um tilrauninir og notkun fósturvísa voru samþykkt á Alþingi. Magnús beitti sér gegn því frumvarpi, meðan hann gat; framan af stóð Kristinn H. með honum, en hann brást svo alveg.

Spákonur íslenzkar verða ekki lagðar að jöfnu við útsenda spámenn Guðs, en það þýðir víst ekkert að segja þér það, ertu ekki nýaldarmanneskja?

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband