Íslenskir "auðmenn" hrapa niður Forbes-listann

Eftir atburði síðustu mánaða kemur engum að óvörum að íslensku "auðmennirnir" séu að hverfa af Forbes-listanum yfir ríkustu menn heims eftir að útrásin margfræga lognaðist út af. Björgólfur Thor nær þó að halda velli á listanum, sem hefur fækkað um fjögur til fimm hundrað manns frá síðasta ári. Meðal þeirra er auðvitað Björgólfur Guðmundsson. Bill Gates er búinn að ná fyrsta sætinu af Warren Buffet, en hann hefur í áranna rás drottnað yfir Forbes-listanum og verið í sérflokki.

Þegar listinn var opinberaður fyrir tveimur árum voru Björgólfsfeðgarnir báðir á listanum; Björgólfur Thor í 249. sæti og faðirinn í því 799. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar á 3,5 milljarða dollara eða 235 milljarða króna, en Björgólfs eldri á 1,2 milljarða dollara, um 80 milljarða króna. Í fyrra var Björgólfur Thor í 307. sæti en faðirinn í því 1014. Eignir Björgólfs Thors voru þá metnar líka á 3,5 milljarða dollara, Björgólfs eldri á 1,1 milljarða dollara.

Björgólfur Thor varð fyrsti Íslendingurinn sem komst á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heimsins. Veldi Björgólfsfeðga er eins og flestir vita upprunnið úr gosdrykkja- og bjórverksmiðjum í Rússlandi. Nú hefur margt farið á verri veg. Straumur og Landsbankinn eru komnir í hendur ríkisins, og sá fyrrnefndi eflaust búinn að vera algjörlega. Þáttaskilin eru algjör og fátt ljóst með Forbes-lista að ári.

En svona er nú heimurinn oft kaldhæðinn.

mbl.is Bill Gates aftur ríkastur - Björgólfur í 701. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband