Tvö andlit Jóns Sigurðssonar

Jón SigurðssonMáltækið segir að Jón og sr. Jón sé ekki það sama. Vel má vera, en svo mikið veit ég að það voru margir hissa þegar að Jón Sigurðsson fór í pontu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins og sneri sér frá skoðunum Halldórs Ásgrímssonar í Íraksmálinu. Þar var horft til nýrrar áttar hjá formanni flokks sem stefnir að óbreyttu í mikinn lífróður eftir jólin. Jón sagði eitt þá og annað merkilegt í þættinum Pressunni á NFS hinni sálugu í júlí í eftirminnilegu viðtali hjá Helga frænda mínum Seljan. Rifjum það upp svona til gamans:


"Það er mjög auðvelt fyrir okkur að gagnrýna. Það var kosningabarátta í gangi, þingið var farið heim í kosningabaráttu og svo framvegis. Þeir tóku sína ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir. Og mér finnst það mjög ódýrt að sitja hér í þægindum nokkrum árum síðar og fara að gagnrýna það hvernig að sú ákvörðun var tekin, og ég tek ekki þátt í því."
Jón Sigurðsson, verðandi formaður Framsóknarflokksins (júlí 2006)

"Forsendurnar voru rangar og ákvörðunarferlinu var ábótavant. Þessar ákvarðanir voru því rangar, eða mistök. Svonefndur listi um staðfastar þjóðir var einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás."
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins (nóvember 2006)

mbl.is Mannfall úr röðum óbreyttra borgara í Írak jókst um 43% í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband