Mikilvægur áfangi - slóðin rakin til Cayman

Samkomulag norrænu þjóðanna við Cayman-eyjar um upplýsingaskipti skiptir lykilmáli í því sem framundan er. Mikilvægt er að allar færslur verði raktar og farið í gegnum hvort og þá hversu mikið af óeðlilegum færslum hafi átt sér stað. Þjóðin mun ekki sætta við neitt minna en slóðin verði rakin og allar staðreyndir augljósar og aðgengilegar.

Auk rannsóknarvinnunnar er þetta þýðingarmikið verkefni, enda má ekki nokkur vafi leika á hversu mikið var flutt af peningum á milli og hversu víðtækt það var.

Alltaf heyrast sífellt meira krassandi kjaftasögur og upplýsingar um verklagið. Þetta verður að upplýsa algjörlega. Engar kjaftasögur eingöngu, takk.


mbl.is Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki að fara aðein yfir lagaumhverfið hérna á sama tíma?

Samkvæmt Baugsmálinu er í góðu lagi að stela frá HF svo lengi sem þú segir að þetta hafi verið lán sem þú ætlaðir að greiða til baka. Engu skiptir þó að ekki séu til veð eða einu sinni pappírar um hið meinta "lán"

Að öðru leiti er ég alveg sammála þér en hef áhyggjur af því að þetta sé ekki refsivert

Snæbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband