Fjöldamorð í Þýskalandi - fyrirmyndin í Columbine

Enn einu sinni er framið fjöldamorð í skóla, að þessu sinni í Þýskalandi og fyrr í vikunni í Alabama í Bandaríkjunum. Málin er eins og flest hin fyrri. Dagfarsprúður nemandi á sér dökka hlið, missir stjórn á sér, hefnir sín á öllum sem hann þolir ekki og slátrar þeim. Í Alabama var fjöldamorðinginn t.d. með skrifaðan lista yfir þá sem hann ætlaði sér að drepa. Sá þýski drap eins flestar stelpur og hann gat, öllum sem hann sá.

Mér finnst þessi mál öll sýna mjög mikið hatur og innbyrgða reiði, sennilega á samfélaginu og öllu í kringum hann. Þetta minnir sérstaklega á fjöldamorðið í Columbine. Öll þekkjum við hin málin: Kauhajoki og Jokela í Finnlandi, Virginia Tech og Dunblane. Að flestu leyti voru þetta skotárásir þar sem vegið var að samfélaginu, óður byssumaður að tala gegn samfélaginu og gildum þess, auk þess að hefna sín á öðrum.

Samt er það svo ólýsanlega sorglegt að námsfólk með framtíðina fyrir sér sé tilbúið til að fórna lífinu og drepa aðra vegna slíks boðskapar. Margir hafa horft til byssueignar. Michael Moore gerði heila heimildarmynd þar sem hann tók fyrir þau mál, Bowling for Columbine, sem var inspíruð af Columbine-fjöldamorðunum sem Harris og Klebold stóðu að. Þetta eru oftast einfarar í skugga félagslífsins og lifðu sínu lífi.

Mjög margt í öllum þessum málum er rakið til áhrifa frá Columbine og Virginia Tech-málunum. Fjöldamorðingarnir Cho Seung-Hui í Virginia Tech og Auvinen í Jokela stúderuðu Harris og Klebold og töluðu báðir um þá sem píslarvætti. Columbine er orðið ógnvekjandi cult-fyrirbæri margra nemenda um víða veröld.

Þessi þýski harmleikur og hinir finnsku áður verða sífellt sterkari myndræn áminning um að klikkaður árásarmaður leynist ekki bara í bandarískum skólum. Hættan er til staðar allsstaðar.

mbl.is Byssumaðurinn: Eruð þið nú öll dáin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband