Gunnar Bragi á þing - Sleggjunni hafnað í NV

Niðurstaðan úr prófkjöri Framsóknar í Norðvestri er mjög skýr. Fulltrúar nýrra tíma eru valdir til forystu í kjördæminu - Gunnar Bragi Sveinsson, vinsæll sveitarstjórnarmaður úr Skagafirðinum, er valinn til að leiða listann og fara á þing og Guðmundur Steingrímsson nær öðru sætinu, fetar í fótspor afa síns og föður, Hermanns og Steingríms, sem fetuðu sín fyrstu pólitísku skref á þessum slóðum, og ætlar örugglega að tryggja sér þingsæti fyrir flokk feðranna.

Kristinn H. Gunnarsson fær mikinn skell - kemst ekki á blað. Honum er algjörlega hafnað af flokksmönnum í kjördæminu sem kaus hann tvisvar á þing eitt sinn. Engin stemmning er fyrir því að fara til fortíðar með honum í fornum átökum sem sliguðu Framsóknarflokkinn. Nýtt fólk fær tækifærið.

Vestfirska sleggjan hefur setið á þingi fyrir þrjá stjórnmálaflokka, eins og Hannibal forðum daga, og tókst að tryggja sér endurkjör á lokaspretti kosninganætur fyrir tveim árum. Er ferlinum lokið með þessum mikla ósigri?

mbl.is Gunnar Bragi sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var einkennileg hugmynd hjá Kristni að fara aftur í Framsókn. Var ljóst frá fyrsta degi að þeir vildu ekkert með hann hafa. Var ekki skrifaður stafur á heimasíðu flokksins lengi vel um að hann væri genginn í flokkinn. Niðurstaðan sannar það. Hans alþingisferli er lokið enda búinn að vera nógu lengi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:12

2 identicon

og hvað ætla svo þessir Gunnar Bragi og Guðmundur að gera.

zappa (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband