Sigga hafnað þrisvar - stórskandall í Idol

Maður er eiginlega alveg orðlaus eftir að horfa á mistökin gríðarlegu í Idol. Þvílíkur skandall. Meðferð stjórnenda þáttarins og dómnefndar á Sigga, frænda mínum frá Eskifirði, er alveg rosaleg. Fyrst er honum sagt að hann komist áfram úr kosningunni. Svo er það dregið til baka og annar tekur sætið vegna mistakanna þáttastjórnenda. Svo velur dómnefndin annan mann áfram og hafnar Sigga. Svo er tilkynnt um eitt aukasæti og stigahæsti tapari kvennaliðsins valin áfram og Sigga enn hafnað.

Þetta var einum of - til skammar fyrir einn sjónvarpsþátt. Er ekki lágmark að fara fram á fagmennsku í þáttastjórn og í dómnefndinni. Hún stóð sig engan veginn í kvöld. Valdi keppanda áfram sem var mun síðri en Siggi og fékk þar að auki mjög lélega dóma. Nú allt í einu vigtaði frammistaða kvöldsins ekkert heldur eitthvað allt annað. Þetta er nú meira klúðrið.

Menn verða að standa betur að málum eigi þessi þáttur að hafa snefil af trúverðugleika!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta ömurlegt og mikið lagt á einn mann en ég finn nú líka til með stjórnendum þáttarins að lenda í þessu, en öll erum við mannleg og getum gert mistök engin er fullkomin ekki heldur þessir líka frábæru menn Simmi og Jói

Lína (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: HP Foss

Þetta er Stöð tvö. Við hverju býstu?

HP Foss, 14.3.2009 kl. 01:11

3 identicon

Já að hafna manni vegna þess að hann er ekki eftirfinnanlegur eins og hún Selma gerði það er eitthvað skrýtið.  Því annað hvort hefurðu hæfileika eða ekki nema að eftirinnanlegi hæfileikinn vegi þyngra en söngurinn

sas (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband