Afgerandi sigur Illuga Gunnarssonar

Illugi Gunnarsson hefur unnið slaginn um fyrsta sætið í Reykjavík mjög afgerandi. Vil óska honum innilega til hamingju með glæsilega kosningu. Slagurinn um annað sætið er greinilega æsispennandi milli Guðlaugs Þórs og Péturs.

Ólöf heldur fjórða sætinu. Þetta er glæsilegt fyrir hana, enda ný í framboði í Reykjavík. Hún stimplar sig heldur betur í forystusveitina hjá flokknum á landsvísu með þessum glæsilega sigri.

Stóru tíðindin í þessu prófkjöri finnst mér hversu traust Illugi er valinn til forystu. Hann er orðinn einn helsti forystumaður flokksins með þessum sigri


mbl.is Illugi heldur efsta sætinu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum stendur á því að maður sem er jafn innvinklaður í bankahrunið og Illugi skuli stefna hraðbyri inn á þing, er ég skrýtinn að finnast þetta í mesta lagi óeðlilegt eða eru allir sjallar bara kolklikkaðir.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nú hefur þú Stefán talað um að Samfylkingin hafi verið að klappa upp þingmenn úr fyrrverandi stjórn og haft áhyggjur af endurnýjun fyrir hönd flokksins. Hvað finnst þér þá um "endurnýjun" Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og Kraganum ?

Í Reykjavík eru 7 efstu í prófkjörinu núverandi þingmenn og í SV-kjördæmi er ekki nýr maður fyrr en í 5.sæti eins og staðan er núna. Ber þetta vott um mikla endurnýjun ?

En það er hárrétt hjá þér að Illugi og Ólöf eru sigurvegarar prófkjörsins hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, sem og Þórlindur sem líklega nær inn á þing. Góður árangur hjá þeim.

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband