Sterk staða Illuga - glæsilegt hjá Ólöfu

Ég er mjög ánægður með fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Illugi Gunnarsson virðist hafa mjög sterka stöðu í fyrsta sætinu. Guðlaugur Þór er í öðru en litlu virðist muna á honum og Pétri Blöndal í þriðja sætinu. Er sérstaklega ánægður með glæsilega stöðu Ólafar Nordal, vinkonu minnar. Hún er efst kvennanna í Reykjavík, mjög verðskuldaður árangur. Svo eru Siggi Kári og Birgir traustir í næstu sætum, svo og Ásta. Ánægður með að ungliðarnir Þórlindur og Erla eru í topp tíu, svo og Sigga Andersen. Sakna samt sérstaklega Guðrúnar Ingu, sem verðskuldar betri árangur.

En enn á eftir að telja slatta, svo margt getur breyst. Fylgjumst spennt með að sjálfsögðu!

mbl.is Illugi efstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband