Árni Páll sigrar Lúðvík í Kraganum

Mér finnst það mjög merkileg úrslit að Árni Páll Árnason hafi sigrað Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum. Með þessu stimplar Árni Páll sig inn sem einn af framtíðarleiðtogum Samfylkingarinnar. Þetta hlýtur að auka líkur á formannsframboð hans fari Jóhanna Sigurðardóttir ekki fram eða ella styrkja hann mjög í varaformannskjörinu.

Þetta er mjög mikill skellur fyrir Lúðvík, sem flestir töldu afgerandi leiðtoga í prófkjörinu vegna sterkrar stöðu sinnar í Hafnarfirði. Svo er augljóst að Þórunn Sveinbjarnardóttir fær nokkurn skell, ein ráðherra Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn.

Stóra spurningin er nú hvað verði um bæjarstjórastólinn í Hafnarfirði þegar Lúðvík verður óbreyttur þingmaður í Kraganum.

mbl.is Árni Páll sigraði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Páll er yfirlýstur stuðningsmaður Jóns Baldvins og öfugt. Jón vill fá Árna sem leiðtoga Samfylkingarinnar. Miðað við það er ég ekki viss um að ákveðin öfl í Samfó vilji Árna Pál. En Kraginn vill hann þó. Já, merkilegt kannski miðað við stuðning Lúðvíks úr Hafnarfirði.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:02

2 identicon

Annað, Þórunn Sveinbjarnardóttir átti skellinn skilið.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er sami rassinn undir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Þórunni exumfó. Þær mættu báðar hverfa af Alþingi, þessar kellingar.

Með kveðju,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.3.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Einar. Getur þú útskýrt hvað það er, sem Þórunn gerði til að eiga skilið skell í prófkjörinu? Reyndar á ég erfitt með að skilja hvernig það er getur talist stór skellur hjá manneskju, sem var í þriðja sæti í síðasta prófkjöri að lenda í fjórða sæti núna. Sérstaklega með tillti til þess að hún þurfti, sem umhverfisráðherra að taka mjög umdeildar ákvaðanir, sem hefðu hlotið mikla gagnrýni hvað, sem hún hefði ákveðið. Hún stóð först á því sjálfsagða prinsippi samkvæmt hútíma aðferðafræði við stórar framkvæmdir að krefjast samstæðs umhverfismats fyrir álverið á Bakka þó hún vissi að það myndi ekki afla henni vinsælda. Það að gera það ekki hefði verði vægast sagt ófaglegt af umhverfisráðherra.

Hvað varðar Árna Pál þá er það með hann eins og aðra að það eru ekki allri Samfylkingamenn sáttir við hann. Hann hefur hins vegar staðið sig með eindæmum vel á þingi og er einn helsti sérfræðíngur Samfylkingarinnar varðandi Evrópusambandið. Ég á allt eins von á því að það hafi fyrst og fremst verið hörðustu stuðninsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem studdu hann.

Munurinn á Árna Páli og Lúðvík var ekki mikill. Ég er sannfærður um að ef Katrín Júlíusdóttir hefði sóst eftir fyrsta sæti þá hefði þetta farið á hinn vegin vegna þess að hún hefðí tekið meira af Árna Páli en Lúðvíki enda bæði virk í Kópavogsfélagi Samfylkingarinnar og geri ég ráð fyrir að þau hafi bæði skorað hátt hjá Samfylkingarfólki í Kópavogi.

Sigurður M Grétarsson, 14.3.2009 kl. 21:13

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af tvennu illu hefði eg heldur kosið Lúðvík,sem hefði sennilega verið betra fyrir okkur,En 'Arni Páll er undirförull,sem er  einnig kannski gott fyrir oss/sammála Einari Þórunn fékk makleg málagjöld/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.3.2009 kl. 21:46

6 identicon

Sæll Sigurður, Þórunn bauð sig fram í 1-4 sæti en sem fyrrverandi ráðherra þá leit ég á það sem skell að lenda í því fjórða. En kannski ekki alslæmt fyrir hana. Já, hún tók umdeildar ákvarðanir sem skiptar skoðanir voru um og margir á annarri skoðun en þú að þetta hafi verið rétt. Mér fannst hún alltaf úr takti við aðra ráðherra í þessari stjórn, sem þó gæti lýst hinum ráðherrunum betur en henni. Annars hef ég ekkert á móti henni sem slíkri. Er í það minnsta frábær miðað við arftaka sinn. Svo við mærum hana líka.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband