Árni hækkar - Ragnheiður enn í forystu

Spennan er heldur betur að aukast í talningu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, nú þegar líður að lokum. Árni Johnsen hefur afrekað að ná upp í annað sætið en Ragnheiður Elín heldur enn forystunni. Unnur Brá komin í það þriðja og Kjartan fallinn niður í fimmta. Miklar sviptingar í gangi, svipað og í talningunni í síðasta prófkjöri árið 2006.

Fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Ég ætla að vona að úrslitin verði í svipuðum dúr eins og fyrstu tölur sýndu. Það væri sterkur listi fyrir kjördæmið og myndi ná góðri kosningu. Flokknum veitir ekki af að stokka upp listann þarna og ná annarri ásýnd á forystusveitina, eftir ýmis leiðindamál síðustu árin.

mbl.is Árni kominn í annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband