Traustur sigur Ragnheiðar - þrjár konur í topp 4

Ragnheiður Elín Árnadóttir vann traustan og glæsilegan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær. Hún vann fyrsta sætið með miklum yfirburðum og stimplar sig inn í forystusveit flokksins með því að færa sig um kjördæmi. Niðurstaðan endurspeglar kröfu um miklar breytingar í forystunni í kjördæminu, enda er öllum þingmönnum flokksins hafnað nema Árna Johnsen, sem heldur öðru sætinu, sem hann vann í prófkjörinu 2006 en tapaði á kjördegi 12. maí 2007 með útstrikunum. Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir fá hinsvegar skell.

Þetta er mjög sterkur listi, enda eru þrjár konur í fjórum efstu sætum - þar af þrjár mjög öflugar konur. Unnur Brá nær öruggu þingsæti og er mjög vel að því komin. Stóri sigurvegarinn hlýtur þó að teljast Íris Róbertsdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, en hún nær baráttusætinu traust og flott. Hún hlýtur að verða forystukonan úr Eyjum þegar Árni hverfur á braut, en væntanlega eru þetta síðustu kosningarnar hans í framboði. Líst mjög vel á að fá hana í efstu sætin.

Þetta er því góður listi í heildina. Árni Johnsen hefur þó alla tíð verið umdeildur - hann heldur þó sínu sæti í þessu prófkjöri, væntanlega hans síðasta. Hann var þó aldrei nein ógn fyrir Ragnheiði Elínu í fyrsta sætið. Sigur hennar er mjög afdráttarlaus og traustur. Ég vil óska Ragnheiði Elínu innilega til hamingju með glæsilegt kjör, auk þess sem ég er ánægður með trausta kosningu Unnar og Írisar í vænleg sæti.

mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband