Tryggvi Þór á leiðinni á þing

Hér á Hótel KEA voru fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaustri lesnar upp fyrir nokkrum mínútum. Merkileg niðurstaða sem glittir í þarna. Tryggvi Þór Herbertsson er sigurvegari prófkjörsins ef marka má þessar tölur og er á leiðinni á þing. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, fellur um sæti og er í því þriðja en stutt í Björn Ingimarsson á Þórshöfn í fjórða sætinu.

Svo koma Soffía Lárusdóttir og Akureyringurinn Anna Guðný Guðmundsdóttir, sem kemur sterk til leiks í frumraun sinni í pólitík. Sakna helst að gamall félagi úr ungliðastarfinu, Jens Garðar, er ekki í topp sex en vonandi bætist úr því.

mbl.is Tryggvi Þór í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Börn Ingimarsson starfaði á Þórshöfn, en ekki Raufarhöfn. vonandi rætist úr þessu hjá Jens Garðari, það er vonandi að hann verði meðal sex efstu.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 15.3.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er ástæða til að spyrja þig Stefán Friðrik nánar út í orðin ,,merkileg niðurstaða".

Jón Baldur Lorange, 15.3.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband