Birkir Jón sigrar Höskuld - vandfyllt skarð Völlu

Þá er ljóst að Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur sigrað Höskuld Þórhallsson í baráttunni um að taka við leiðtogasætinu hjá Framsókn hér í Norðausturkjördæmi þegar Valgerður Sverrisdóttir víkur af velli. Prófkjörið var væntanlega klæðskerasaumað til að Birkir Jón myndi sigra, ef marka má sögusagnir og þá ákvörðun að hafa kjörstað á einum stað í prófkjöri. Seint og um síðir var sett á utankjörfundarkosning. Allt ferlið var vandræðalegt fyrir Framsóknarflokkinn og þeim ekki til mikils sóma.

Litlar breytingar verða í forystunni í kjördæminu þó Valla hætti. Listinn frá 2007 færist einfaldlega upp. Huld Aðalbjarnardóttir færist úr fjórða sætinu upp í það þriðja og Sigfús Karlsson, sem var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili með Huld, hækkar líka. Enn sem fyrr er enginn Austfirðingur í forystusveitinni. Það er af sem áður var þegar Framsókn á Austurlandi átti væn foringjaefni og lykilmenn í pólitískri baráttu.

Skarð Valgerðar Sverrisdóttur er vandfyllt. Ég tel að það verði erfitt verkefni fyrir hina ungu menn að gera það. Nú reynir á þá. Valla var pólitískt hörkutól og hún lék lykilhlutverk í mestu sigrum Framsóknar á þessu svæði, bæði 2003 þegar stórmerkilegur sigur vannst á örfáum dögum og í varnarsigri síðast þegar flokkurinn hrundi um allt land, nema í Norðaustri.

mbl.is Birkir Jón sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Stefán,

Höskuldur fer að verða n.k. "Silfurmaður" í pólitíkinni.

Það er rétt hjá það að Valgerður skilur eftir sig stórt skarð. Það skarð varð til hjá henni þegar hún var arkitektinn að einkavæðingu bankanna um árið og viðskiptaráðherra um skeið þegar bankarnir fengu að hreiðra um sig óáreittir. Vissulega ber hún ekki ein sökina en hún er hræðilega meðsek. Farið hefur fé betra og ég fullyrði að hennar verður ekki sárt saknað af mörgum, þ.m.t. framsóknarmönnum.

Sem miðjumaður og Norð-vestlendingar var Valgerður ansi gjörn á sína heimahaga sem fyrirgreiðslupólitíkus af verstu gerð. Það fékk mitt heimakjördæmi að reyna á hennar valdatíma.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Góð tilraun hjá þér að reyna að halda tilhæfulausum gróusögum á floti. Gaman að spunahjól íhaldsins reyna að halda sér við. Það var valið á listann á kjördæmisþingi eins og framsóknarmenn hafa alltaf gert í þessu kjördæmi. Þetta var ekki prófkjör. Reyndu a.m.k. að hafa staðreyndir á hreinu áður en þú reynir að ata aðra auri.

Stefán Bogi Sveinsson, 15.3.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Við stíflum bara upp í skarðið eftir Valgerði, virkjum ruglið og seljum það til Noregs. Þetta er nú ekki mikið vandamál.

Það er sem betur fer ekki erfitt að fylla upp í skarði Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar, Árna Matt, Björns Bjarnasonar og annarra sem nú hafa hrökklast frá hvorki var það stórt né hélt stóru lóni. Gott ef þau voru ekki orðin alveg gersamlega þurr!

Annars eru þessar samtryggingarkosningar um land allt skrípaleikur meira og minna. Grátlegt að sjá þessa skurðgoðadýrkun hjá andlega heilbrigðu fólki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.3.2009 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband