Réttir útreikningar - stjórnlagaþing verður dýrt

Nú er ljóst að Geir Haarde og Birgir Ármannsson höfðu rétt fyrir sér þegar þeir spáðu að stjórnlagaþing myndi kosta einn og hálfan milljarð plús. Þeir voru gagnrýndir harðlega fyrir útreikninga sína og sumir gengu svo langt að segja að þeir ofreiknuðu kostnaðinn. Hið opinbera hefur nú svarað með því að staðfesta orð þeirra og farið yfir tvo milljarða reyndar. Ergó: stjórnlagaþingið, hliðarþing við Alþingi, mun því verða mjög dýrt fyrir skattborgara.

Mér finnst eðlilegt að velta því fyrir sér hvort rétt sé að setja tvo milljarða plús í þetta verkefni. Ég hef hingað til haldið að það sé verkefni alþingismanna, kjörnum af landsmönnum öllum, að setja lög og vinna að málum. Þeir eiga ekki að vera til skrauts þegar kemur að slíkum lykilmálum sem þeim ber full skylda að vinna að.

Þeir sem hátt tala um að breyta þurfi stjórnarskrá á örfáum dögum, í fljótaskrift og án samráðs allra flokka, eru ekki mjög trúverðugir í þessu máli. Reyndar finnst mér aðeins einn flokkur heiðarlegur í stuðningi við stjórnlagaþing. Vinstriflokkarnir eru bara að slá pólitískar keilur með orðum sínum og verkum þessa dagana.

Gott dæmi er persónukjörið. Í miðjum átökum í prófkjörum um allt land er sveigt af leið og talað um persónukjör eftir innan við 40 daga í alþingiskosningum. Er þessu fólki virkilega alvara?

mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er nú bara þannig að stjórnarskráin okkar er alltof dýrmæt til að setja á hana verðmiða af þessu tagi. Hún er algerlega úrelt og það verður að endurnýja hana. Ef þetta er kostnaðurinn, þá verður að hafa það. Það er afar ósennilegt að hann lækki með tímanum. Og ég held að þú sért að misskilja eitthvað ef þú heldur að það standi til að breyta stjórnarskránni á örfáum dögum. Það er talað um eitt til eitt og hálft ár. Ertu ef til vill á móti því að endurnýja stjórnarskrána?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:15

2 identicon

Það er kominn tími til að útskýra fyrir lýðnum í hverju þessi kostnaður er fólginn.

Er reiknað með útseldri  vinnu lögfræðinga???

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:35

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Nú er hárréttur tími til að fjárfesta í stjórnlagaþingi, til hliðar við löggjafarþingið. Okkur er í fersku minni skaðinn sem óbeislaður yfirgangur ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur valdið almenningi. Það verður að girða fyrir þann möguleika að þetta gerist aftur.

Löggjafarþingið mun eiga fullt í fangi með að halda þjóðarskútunni á floti næstu kjörtímabilin, auk þess sem forsendur til framboðs til stjórnlagaþings eru aðrar en til Alþingis. Stjórnlagaþing er verkefni til 18 mánaða (+/-6), án möguleika á endurkjöri.

Að stjórnlagaþing kosti hvern kosningabæran Íslending um 400 krónur á mánuði í 10-24 mánuði sé ég ekki sem neina frágangssök. Við getum sett inn varnagla nú, sem við hefðum betur haft þegar vélað var um að færa þjóðarauð í hendur útvöldum flokksgæðingum.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.3.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán við eigum nóg af peningum og verðum að finna nýjar leiðir til að eyða þeim. Það er líka sjálfsagt að breyta yfir í persónukjör enda langt til kosninga og engin prófkjör farið fram í neinum flokkum.

Óðinn Þórisson, 16.3.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Mig langar til að ítreka spurningu mína, Stefán. Ertu á móti því að endurnýja stjórnarskrána?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.3.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er alls ekki á móti því að endurnýja stjórnarskrána. Hef margoft skrifað um það hér, síðast í tveimur bloggfærslum í síðustu viku.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2009 kl. 17:43

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

En heldurðu virkilega að það sé ókeypis? Finnst þér ekki vera þess virði að leggja í þennan kostnað og fá nothæfa stjórnarskrá?

Og finnst þér núverandi þingmenn nógu trúverðugir til að vinna þetta verk? Ég verð að segja að það finnst mér ekki, þarna verða að koma að hlutlausir aðilar sem fólk treystir, ekki sérhagsmunapotarar.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.3.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þingmenn, með sínar pólitísku hreinsanir og fordóma, eiginhagsmunapot og sjálfsupphafningu sem er forsenda þess að fá framgöngu innan flokkskerfisins eiga hvergi að koma nærri því að semja stjórnarskrána þótt þeir geti síðan tekið hana til umfjöllunar.

Alþingismenn hafa nóg annað að gera en að koma sinni hagsmunapólitík inn í stjórnarskrána með því að sitja þeim megin borðsins. Þú gagnrýnir ötullega hagsmunaárekstra Logos og Baugs - Gott mál, hróss vert - og þú þarft einfaldlega að sjá hagsmunaárekstrana þarna. Stjórnarskráin setur þinginu starfsramma og valdaramma. Hvernig getur nokkur maður í dag, eftir allt sem á undan er gengið, endurómað núverandi stjórnarskrárómynd í því að láta þá skammta sér og sínum sauðum (upprennandi flokksfélögum) völd og umsvif? Þvílíka spillingin!

Maður spyr sig - Áttu einhverra hagsmuna að gæta þar? Þetta liggur svo í augum uppi að það hvarflar að manni - Ég biðst forláts ef svo er ekki, en þá þarftu líka að endurskoða þessa afstöðu þína um þingið og stjórnarskrána ef þú vilt ekki vera í mótsögn við sjálfan þig.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 06:07

9 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Vel mælt Rúnar Þór.

Sigurður Ingi Jónsson, 18.3.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband