Andlit illskunnar afhjúpað án möppunnar

jfritzl
Josef Fritzl hefur verið nefndur andlit illskunnar í austurrískum fjölmiðlum, sem hafa ekki hikað við að niðurlægja hann, gera grín að honum og uppnefna, ekki að ástæðulausu. Fritzl hefur ekki þorað að sýna andlit sitt í réttarhöldunum og hefur falið það í blárri möppu, fullri af gögnum, til þess að fjölmiðlar geti ekki myndað svipbrigði hans. Fyrsta myndin af honum án möppunnar hefur farið á alla fréttavefi í heiminum í dag. Varð auðvitað fyrirsögn strax á fréttamiðlum að þeir hefðu náð bráðinni.

Pressan lýsir Fritzl sem aumingja, hann sé heigull að sýna ekki andlit sitt. Tek undir það. Dómurinn yfir honum verður þungur, bæði af hálfu dómstóla og almennings. Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni.

Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni. Og þessi hundingi fær þungan skell og á hann skilið.

mbl.is Fritzl sýnir andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Tek undir það...hann á ekkert gott skilið. Þetta er hreinn viðbjóður.

TARA, 17.3.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Breskur vinur minn þarf að "dekka" þessi réttarhöld fyrir sinn fjölmiðil.   Ég spurði hann um daginn hvort vinnuveitendur hans byðu ekki upp á áfallahjálp eftir svona vinnu.   Hann kvað nei við því og þótti spurningin jafnvel skrýtin.  Sagðist ekki hafa fengið neina áfallahjálp þegar hann dekkaði mannætumálið í Þýzkalandi um árið, eða fjöldamorðin í finnsku skólunum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 04:11

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hver þekkir ekki barnaníðing sem þarf að ljóstra upp um og veita makaleg málagjöld. Ég er t.d. með einn djöful í sigtinu sem þarf að taka af götunni áður en ég set kúlu í hausinn á honum. Hvernig er öruggast að snúa sér í því til að fá sannleikann út og vernda fólk?

Íslendingar eru nú svo djöfulli forpokaðir að ef níðingar eru ekki gripnir við verknaðinn, festir á filmu og játa að eigin frumkvæði að auki, þá er fórnarlömbunum yfirleitt refsað eða niðurlægð. Ég var að tala við eldri mann hér um daginn, ósköp venjulegan Íslending, sem endurómar algenga skoðun landans að "þessi barnaníðingsmál séu blásin úr öllu samhengi og uppspuni að verulegu leyti".

Hvernig væri bara Vigilante Justice - án dóms og laga að fólk tæki sig saman og jarðaði þessa aumingja lifandi?

En nei, við viljum fá þá á á bak við bláa möppu á forsíðum pressunnar og þaðan í steininn eða á hæli. Miklu betri ráðning. Bara aðeins snúnari að ná fram.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 05:48

4 Smámynd: TARA

Nei, ef við tökum lögin í okkar hendur, erum við lítið betri en hinir. Hitt er svo annað mál að ef þú veist um einhvern eða hefur hinn minnsta grun, skaltu hringja í þá aðila sem hafa með þetta að gera. Og já, ég er sammála þér að það vantar mikið á að fórnarlömbum sé sýnd meiri virðing og tillitssemi. Sumir eru bara gamaldags í hugsun.

TARA, 18.3.2009 kl. 18:33

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Segi það - Bláu möppuna í andlitið á þeim!

Rúnar Þór Þórarinsson, 20.3.2009 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband