Jóhanna lætur undan þrýstingi spunameistaranna

Eftir miklar áskoranir og þrábeiðni flokksfélaga sinna hefur Jóhanna Sigurðardóttir, væntanlega af skyldurækni og tilneydd, skipt um skoðun og ákveðið að sækjast eftir flokksformennsku í Samfylkingunni. Fá ef nokkur dæmi eru um það í seinni tíð að einhver sækist eftir flokksformennsku án þess að vilja það í raun og veru og aðeins til að þóknast öðrum. Þetta eru fyrirsjáanleg endalok á hinum mikla spuna í Samfylkingunni um að Jóhanna taki að sér bráðabirgðaformennsku til að lægja öldur í flokknum, koma í veg fyrir að hann logi sundur og saman í ófriði.

Greinilegt er að allir óvinsælu foringjar Samfylkingarinnar ætla að komast á leiðarenda með því að svífa á vinsældum Jóhönnu. Hún á að leiða allt óvinsæla og gamla liðið, í ríkisstjórn á síðustu tveimur árum, aftur til valda. Þetta er svolítið kostulegt plott en mjög fyrirsjáanlegt, enda hefur enginn annar þennan styrkleika. Upphaflega átti að láta hana vera í hliðarhlutverki; fara í þingforsetaembættið á þessu ári og klára kjörtímabilið og ferilinn þar.

Nú er hún orðin ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar og sú sem getur leitt vagninn, hefur vinsældirnar sem hjálpar öllum þeim óvinsælu, t.d. Össuri sem fékk rassskell í prófkjörinu í Reykjavík, fékk aðeins þriðjung atkvæða í annað leiðtogasætið í Reykjavík. En Jóhanna er að verða 67 ára gömul, orðin greinilega svolítið þreytt og hugsar til pólitískra endaloka.

Hún verður því aðeins uppfyllingarefni um stund, á meðan valdabaráttan um forystuna er í raun geymd fram á næsta kjörtímabil. Jóhanna er hinsvegar gamalt andlit í pólitískri baráttu - hefur setið á þingi frá vinstrisveiflunni árið 1978, fór á þing með Vilmundi Gylfasyni, arkitekt þeirrar sveiflu, og hefur mikla reynslu að baki.

Slíkt er bæði kostur og galli á breytingaári í stjórnmálum. Við skulum samt ekki gleyma því að á meðan Jóhanna er klöppuð upp til forystu eru valdaátökin undir niðri. Þeim er ætlað að vera í aukahlutverki. Við skulum því hafa fókusinn á sviðinu öllu hjá Samfylkingunni.

Um leið og gamla baráttukonan er klöppuð upp til forystu, gegn vilja hennar, hefst baráttan um hver leiði flokkinn á næstu árum. Jóhanna verður aðeins biðleikur eftir þeirri forystu.

mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hvað með "Jóhanna lætur undan þrýstingi almennings!"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Yfirleitt sækist fólk eftir völdum en þetta er alveg nýtt að einstaklingur sé neiddur til að gegna forystu þrátt fyrir augljósan vilja að vilja þetta embætti ekki.

Hvar eru öllu ungu leiðtogaefnin sem össur sagði að flokkurinn ætti í kippum

Óðinn Þórisson, 19.3.2009 kl. 20:47

3 identicon

"Dáldið" súrsætt fyrir þig Stebbi?....(með von um birtingu) gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Svipað gerðist nú þegar Ingibjörg Sólún var rifin út úr Ráðhúsinu með látum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 01:19

5 identicon

Gleymdu því ekki, þó að þér finnist Jóhanna vera gömul og útbrunnin. Margir þjóðarleiðtogar tóku við embættum á sviðuðum aldri og hún. t.d. Bjarni Ben var 62 ára þegar hann lést, en hefði væntanlega verið lengur við stjórnvölinn ef honum hefði dugað aldur. Blessuð sé minnig hans. Þar fór góður maður sem ég sem ungur maður leit upp til og hafði miklar mætur á þeim manni. Jónas frá Hriflu var 64 ára þegar hann hætti. Denni var 60 ára þegar hann hætti. Hefði mátt hætta 15 árum fyrr. "Þá hefði sennilega ekki allt þetta (gleymst sem gleymdist)" Hemmi pabbi Denna var 71 árs þegar hann hætti. Regan var 78 ára þegar hann hætti. Mao var 80 ára svo má lengi telja. En svo er það ekki alsherjarlausn að hafa þá yngri. Sjáðu GWB. Þvíumlík hörmung sem það leiddi yfir heimsbyggðina og Ísland og hefði endað með heimsgjalþroti og stríði hefði sú fjölskylda haldið völdum lengur og hefði komið JB að völdum. Þökkum öndunum fyrir það að BOB tók við. Megi andarnir blessa okkar yndislega og fagra land Ísland. Það sem skiptir máli núna á Íslandi í dag er: Enga banakaleynd,  Réttlæti, Rannsókn, Ný viðhorð. Nýjar hugsanir. Nýjar áherslur. Nýtt viðskiptasiðferði. "NÝTT ÍSLAND".

Pétur Sigurgunnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband