Sorgarsaga Natöshu

Fregnin um andlát leikkonunnar Natöshu Richardson hefur snert viðkvæmar taugar áhugamanna um kvikmyndir og fræga fólkið um allan heim. Þetta er mikil sorgarsaga, enda sýnir vel að minnstu meiðsl geta verið lífshættuleg og lítið höfuðhögg getur haft gríðarleg áhrif og verið banvænt. Allt við þessa sögu er dramatískt en þetta er fyrst og fremst afskaplega tragísk endalok. Ég held að allir finni mjög til með ættingjum hennar.

Væntanlega verður mikið velt fyrir sér hvað hafi verið hægt að gera og hvort hægt hafi verið að bjarga henni. Allt fór á versta veg. Fyrstu viðbrögð hafa alltaf úrslitaáhrif þegar fólk slasast. Ég vona að þetta hafi fyrst og fremst þau áhrif til góðs að fólk fari ekki á skíði nema vera með hjálm á höfðinu.

mbl.is Hefði getað bjargað Richardson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Virkilega dapurlegt. Var einmitt að horfa á mynd.. þar sem hún lék skemtilegt hlutverk. Man ekki alveg hvað myndin heitir.

Ef sjúkrabílnum sem var kallaður strax eftir slysið hefði ekki verið snúið við.. að þá hefði sennilega verið hægt að bjarga lífi hennar. 

Sjúklingar sem hafa fengið höfuðhögg eiga ekki að geta tekið þá ákvörðun að snúa sjúkraliði við. Það hefðu starfsmenn skíðasvæðisins átt að gera.

ThoR-E, 20.3.2009 kl. 13:38

2 identicon

Heyr heyr.

Sveinn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mjög sorglegt mál. Glæsileg leikkona og móðir fallin í valinn í slysi sem leit út fyrir að vera frekar lítilsháttar, a.m.k. til að byrja með.

Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband