Margeir teflir traust - reisir við fallið veldi

Mér líst vel á að Margeir Pétursson hafi reist við fallna merki Spron og eigi að byggja eitthvað á rústunum. Alltaf verður jákvætt og gott þegar einhverjum tekst að byggja upp þar sem allt er hrunið og nái að horfa fram á veginn. Margeir var löngum þekktastur fyrir útsjónarsemi í skáklistinni og mikla seiglu.

Margeir hefur á undanförnum árum sannað seiglu sína og útsjónarsemi í viðskiptum og kemur nú fram sem maðurinn sem rífur Spron upp úr því feni sem vissir menn komu því með því að vera djarfir og spiluðu rangt. Margeir var þekktur fyrir að vera ekki djarfastur skákmanna en spila traust.

Nú þegar útrásarjólasveinarnir hafa spilað öllu sínu í strand, mennirnir sem þóttu svo djarfir og risu sem hálfguð í augum sumra, kemur Margeir fram á sviðið. Honum hefur tekist að spila sína skák til sigurs á meðan hinir djörfu enduðu úti í skurði.

mbl.is MP banki eignast SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband