Ofurlaunin hennar Evu - ábyrgð Jóhönnu

Eftir mikla andstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við ofurlaun og mörg orð gegn því verklagi er eilítið sérstakt að sjá þau færa Evu Joly slík ofurlaun í ráðgjafahlutverki sínu. En kannski þarf ekki að undrast. Jóhanna, sem hefur talað fyrir pólitískri ábyrgð og gegnsæi í pólitísku starfi, hefur verið dæmd fyrir að brjóta stjórnsýslulög og fara á svig við stjórnarskrána þegar norski aðgerðarlausi seðlabankastjórinn, sem er ekki að standa sig, var skipaður í embætti.

Mér finnst þeir oftast hlægilegir sem tala fyrir siðferði og breyttum vinnubrögðum en falla í forarpyttinn sjálfir þegar mest á reynir. Mér finnst verklagið við ráðningu Evu og einkum vörnin fyrir ofurlaunum hennar minna mig einna helst á pópúlisma sem einkennt hafa Össur Skarphéðinsson og suma Samfylkingarmenn sem hafa verið í liðsveit hans fyrr og nú. Jóhanna fellur kylliflöt í þessa sömu gryfju nú. Mun heiðarlegra væri að hún predikaði ofurlaunastefnu sína í verki en ekki bara orði. Annars verður hún auðvitað ómarktæk.

Ekki svo að skilja að ég sé á móti Evu Joly og því að fá hana til verka. Hef margoft stutt þá ákvörðun í skrifum hér. Vil allt upp á borðið og bind vonir við að niðurstaða málsins verði sú að öll minnstu smáatriði í bland við stóru punkta aðdraganda bankahrunsins verði gerð opinber, allt verði opinbert. En stjórnmálamenn þurfa að vera samkvæmir sjálfum sér, alveg sama hvað þeir heita, hvort það er heilög Jóhanna eða einhver annar.

Ég heyrði ekki betur en alþýðukonan Jóhanna messaði að tími ofurlauna væri liðinn á landsfundi Samfylkingarinnar. Gott og blessað. Sömu helgina kvittar hún hinsvegar upp á ofurlaun handa fransknorsku Evu. Ekki fara saman orð og gjörðir.

Vonandi hefur þjóðin vit á að hafna svona hentistefnu í kosningunum. Við þurfum að fá stjórnmálamenn til valda sem meina það sem þeir segja og segja það sem þeir meina.


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Staðreyndin er sú að þjóðin er allt að því gjaldþrota mikið til vegna stjórnunar síðustu 5-15 ára.  Spurningin er hverjum er best treystandi til þess að taka til í rústunum.  Ég veit það ekki, þetta verður mjög erfitt verk.

Guðmundur Pétursson, 31.3.2009 kl. 16:23

2 identicon

OFURLAUN ??????? Því miður get ég bara ekki tekið undir það að 1,3 milljón á mánuði séu ofurlaun, við erum að tala um háskólagengna manneskju sem vinnur sérfræðistörf og sérfræðistörf kosta. Finnst fólk oft vilja gleyma því að sérþekking kostar pening og að ógleymdu, hvað eru þessir peningar eiginlega í evrum ??? Ekki mikið svo eru launin  rúm milljón brúttó útborgað fær hún  kannski ekki nema um 700 þúsund enda þarf hún eflaust að borga hátekjuskatt !!! Ég þekkji nú ekki vel til starfa þessarar manneskju en ég er alveg viss um það að sé hún eins góð og eftirsótt og sagt er, er hún ekki að koma hingað til starfa vegna launa, eflaust bara vegna þess að þetta lítur vel út á ferilskrá. Háskólamenntað duglegt fólk á að sjálfsögðu að fá vel greitt og þetta finnst mér hreinlega skítlaun fyrir svo eftirsóknaverða þekkta manneskju (sé horft á nettótekjur og hvað það kemur út í evrum) Ofurlaun myndi ég kalla laun fyrrv. bankastjóra Kaupþing var hann ekki með 2 milljónir á dag eða eitthva álíka fáranlega upphæð á dag.

Skítlaun er kannski gróft til orða tekið hjá mér en mér finnst allavega að svona manneskja ætti að fá a.m.k milljón í nettó tekjur og allt uppihald frítt enda er það ómetanlegt og eflaust hverrar krónu virði að FÁ HLUTLAUSAN og ennfremur ÞEKKTAN einstakling til að vinna í þessum málum hér.... Að ógleymdu farið hefur fé úr Ríkissjóði  í allskonar rugl hér á landi.... Við eigum alls ekki að spara þegar að kemur að þessum málum, enda hvað eru nokkrar milljónir í sérfræðistörf  til eða frá þegar að við erum að eiga við milljarða skuldir ríkissjóðs, a.m.k eru þessar milljónir að fara í eitthvað af viti.

Solla Bolla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Stjörnupenni

Hvað er konan með? 1,3 á mánuði?

Það eru nú tæpast ofurlaun fyrir hámenntaða konu með mikla reynslu sem er fólgið svona mikilvægt verkefni.

Stjörnupenni, 31.3.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Stefán.

Laun Evu eru ekki helmingur af launum Davíðs Seðlabankastjóra.  Þetta er ekkert smá djobb sem hún er að taka að sér, flókið og ábyrgðarmikið með eindæmum, skv. fréttinni er hún að fá 1,3 milljón á mánuði. Verð að segja þér að það er ekki mikið fyrir svona sérhæft starf, svo lengi sem hún er undir því stæð.

Vegna þess hvað þjóðfélagið er lítið þarf að fá utanaðkomandi til að rannsaka fall Íslands. Það er lífsnauðsyn að draga upp þá mynd sem rétt er af þessu öllu saman, og ekki kallast það stór upphæð til að kaupa slíka mynd. Þetta má ekki vera flokkrembingsmál.

Nema þú finnir einhvern sem vill gera þetta gratis.

Kveðja

Ólafur Þórðarson, 31.3.2009 kl. 16:29

5 identicon

Vill einnig taka það fram að "ekki nema 700 þúsund útborgað" þá meina ég að fyrir þessa manneskju er það kannski ekki mikið enda eflaust nóg af starfstilboðum sem að hljóma betur en þetta, eflaust finnst flest öllum að sjálfsögðu 700 þúsund útborgað á mánuði bara mjög mikið :)

Solla Bolla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:31

6 identicon

Kjánaleg og pópúlisk skrif Stefán Friðrik. Þú ert kominn í sama "mode" og Davíð, þegar hann reyndi að gera lítið úr norska seðlabankastjóranum. Launin sem Eva Joly fær eru mjög hófleg, sama hver viðmiðunin er. Þú átt vissulega eftir að sjá á eftir nokkrum kunningjum og vinum í svartholið, líklega er það það sem óttast. Þú villt nefnilega ekki allt upp á borðið, frekar en Madam Kínafari.

Ertu búinn að gleyma því að Baugsmenn, Bjöggarnir, Hannes Smárason, Wernersson bræðurnir og flestir glæpónarnir eru þínir flokksbræður?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:41

7 identicon

Skilanefndarmenn hafa 2.500.000-??????????

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:43

8 identicon

Það þýðir ekkert að væla undan þessu. Mér finnst þetta vissulega vera há laun, en alls ekki of há miðað við það sem í húfi er. Það er spurning hvort 1,3 milljónir á mánuði eru ofurlaun. Mér finnst það ekki vera. Milljón á dag og þaðan af meira er það hins vegar. Mörkin liggja einhvers staðar þarna á milli, ég veit ekki hvar.

Og miðað við fjárhæðirnar, sem glæpamenn stálu er þetta gjörsamlega hverfandi dropi í hafið. Annars vegar horfum við á bak mörg hundruð milljörðum. Hins vegar eru menn vælandi undan launakostnaði upp á 1,3 millur á mánuði. Lítum á það að til þess að ná einum milljarði í launakostnað þyrfti hún að vinna í 800 mánuði á þessum taxta. Það verður vonandi eitthvað farið að gerast áður en sá tími rennur allt sitt skeið.

Persónulega er mér alveg gjörsamlega sama hvað það kostar að komast til botns í málunum, bara að eitthvað sé gert af viti og að árangur náist. Áfram Eva Joly!

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:46

9 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jú jú það má kanski segja að þetta séu ofurlaun, en hver veit nema það skyli sér til baka. Það eru líka ansi margir ríkisstarfsmenn á ofurlaunum, t.d. bankastjórar nú og fyrrverandi, og forstjórar ýmisa ríkisfyrirtækja. Mín skoðun er  sú, að t.d. hafi Seðlabankastjórarnir verið á ofurlaunum, hvað sér maður eftir þá? Jú þjóðfélagið eins og það er í dag. Auðvitað eiga stjórmálamenn að vera samkvæmir sjálfum sér, en þið Sjálfstæðismenn eruð alltaf með Jóhönnu í skotfæri, lítið ykkur aðeins nær, hvað sagði t.d. nýji formaðurinn ykkar fyrir nokkrum dögum síðan um ESB? En var svo kominn í þversögn við það nokkrum dögum síðar, eða eftir að hann var orðinn formaður. Hvað kallast það?

Hjörtur Herbertsson, 31.3.2009 kl. 16:52

10 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

skelfing er þetta nú dapurlega umræða hjá þér og röksemdafærslan á reiki.

Guðlaugur Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 17:02

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er sannfærð um að Eva mun hala inn miklu meiri pening, heldur en launin sín! 

Hvað finnst þér þá um laun Seðlabankastjóra, skilanefndamanna og forsetans Stefán?  (ein forvitin)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:03

12 identicon

Ekki finnst mér mikið að borga Joly 1300 þús á mánuði ef hennar verk skila einhverju, það verður sjálfsagt einhver bið á því en vonandi nær hún einhverju til baka af földu fjársjóðunum.  Sjálfstæðismenn sátu aðgerðarlausir eftir hrunið og sögðu fólki að vera þolinmótt og fara ekki í einhverjar nornaveiðar.    

1300 þús eru Ekki ofurlaun en kannski há, það er annað mál.

Guð blessi Ísland. Kveðja Benni.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:08

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Voru þetta ekki 1,3 milljónir á mánuði? Þetta geta ekki talist ofurlaun ef miðað er við laun forseta Íslands, Jóhönnu sjálfrar, bankastjóra og margra annarra.

Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:37

14 identicon

Skilanefndarmenn hafa minnst 2.500.000-

Þú hefur skrifað e.t.v. um það ?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:46

15 identicon

Finnst svolítið magnað að vera að hneykslast á launum Evu Joly og kalla þetta ofurlaun. Í fyrsta lagi er hér um að ræða einn helsta sérfræðing á fjárglæpum, að minnsta kosti í Evrópu og í öðru lagi þá býr konan ekki á Íslandi, heldur Í Frakklandi og að einhverjum hluta í Noregi. Verða því laun hennar að miðast við það. Einnig ber að hafa í huga að nái hún þeim árangri sem margir vonast eftir, þá eru hennar laun dropi í hafið miðað við það sem verður hægt að ná í erlendis. Ég er sjálfur launþegi í Noregi og hef hærri laun en EJ, án þess að ég sé nálægt því að vera með launahæstu mönnum. Skil ekki alveg svona hugsunarhátt sem liggur á bak við pistil þinn. Það er kannski helst að mörgum Sjálfstæðisflokksmönnum líst ekkert á að farið verði að grafa í hlutunum??

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:48

16 identicon

Þetta er svipað og þingmaður hefur ef hann situr einnig í sveitarstjórn, það er að segja ef hann situr þar með embættistitil. Hverrar krónu virði!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:48

17 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ekki eru þetta gáfuleg skrif.

Eggert Hjelm Herbertsson, 31.3.2009 kl. 20:30

18 identicon

Hvernig dettur þér í hug Stefán að kalla 1300 þúsund á mánuði fyrir þessa þekkingu og reynslu ofurlaun? Það er nær að fólk horfi meira á árangurinn sem hún mun væntanlega ná. Þá verður þetta klink í þeim samanburði. Þar að auki er þetta ekki hærri upphæð en venjulega Jón ráðgjafi rukkar fyrir sína þjónustu, með svipuðu vinnuframlagi. En kannski miklu minni árangri.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:31

19 identicon

Þetta er það hlægilegasta sem ég hef séð frá sjálfstæðismanni lengi. Ég er viss um að þessi kona verður hverrar krónu virði. Jafnvel þó hún fengi 13 milljónir á mánuði!

 Ég er satt best að orðlaus yfir þessum pistli. Nær væri að býsnast yfir góðvinum sjálfstæðismanna sem skipa skilanefndir bankanna! Það eru ofurlaun!

Baldur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:06

20 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Óskaplega er þetta ómerkileg færsla og alveg í takt við grátur sjálfstæðismanna og smjörklípufíkn þeirra.

Þessi laun eru langt því frá að vera einhver "ofurlaun" eins og þau sem tíðkuðust hér í fyrra.

Skoðum aðeins þessa tölu í réttu samhengi. Joly fær væntanlega greitt í Evrum, því ekki gagnast ónýtar íslenskar krónur henni. Nú vitum við öll hvernig gengisþróunin hefur verið hérna. Ef hún hefði verið ráðin fyrir ári síðan þegar gengið var helmingi hærra en núna væri hún að fá 650.000 fyrir þetta á mánuði. Samt væri hún að fá sömu töluna í Evrum. Þetta er hræbilleg aðgerð hjá Ríkinu og henni ber að fagna, sama hvað flokki við tilheyrum. Að fá svo mikilsvirtan óháðan fagaðila til starfsins er það bezta ssem hefur komið fram í þessu máli hingað til.

Páll Geir Bjarnason, 31.3.2009 kl. 22:33

21 identicon

Stefán, þetta eru ekki ofurlaun. Þetta er eðlileg verktakagreiðsla til sérfræðings sem þekktur er fyrir að vinna kaupinu sínu. Þetta eru til að mynda sínu lægri laun en t.d. ríkisforstjórum eru greidd. Ofurlaunin voru á allt öðrum skala. Ein ábending í lokin, ég þykist vita að þú hafir ekki hug á að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins niður fyrir 20% en það markmið höfðu æði margir landsfundarfulltrúa nú um helgina, altént bar málflutningurinn sem þar var hafður í frammi af sumum það í sér. Ein ábendin til þín í lokinn sem sjálfstæðismanns. Reyndu maður að hugsa á gagnrýninn hátt en ekki eins og félagi í trúsöfnuði!

Kristinn Hugason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:59

22 identicon

Ofurlaun?!?

Ertu algjörlega úr takti við raunveruleikann? Sorglegt að sjá þessar daglegu tilraunir þínar við að klóra í bakkann.

Þetta kallast að skíta upp á bak! :D

Arnþór (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:14

23 identicon

Það er auðvitað fáránlegt að segja að Eva Joly sé með ofurlaun ef við skoðum t.d. laun skilanefndarmanna, en Eva er ekki hálfdrættingur á við þá. Það voru Sjálfstæðismenn sem sömdu við þá um 3,5 miljónir á mánuði. Þessi pólitíska keyla er því ekki að gera sig hjá þér.

Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband