31.3.2009 | 16:01
Ofurlaunin hennar Evu - ábyrgð Jóhönnu
Eftir mikla andstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við ofurlaun og mörg orð gegn því verklagi er eilítið sérstakt að sjá þau færa Evu Joly slík ofurlaun í ráðgjafahlutverki sínu. En kannski þarf ekki að undrast. Jóhanna, sem hefur talað fyrir pólitískri ábyrgð og gegnsæi í pólitísku starfi, hefur verið dæmd fyrir að brjóta stjórnsýslulög og fara á svig við stjórnarskrána þegar norski aðgerðarlausi seðlabankastjórinn, sem er ekki að standa sig, var skipaður í embætti.
Mér finnst þeir oftast hlægilegir sem tala fyrir siðferði og breyttum vinnubrögðum en falla í forarpyttinn sjálfir þegar mest á reynir. Mér finnst verklagið við ráðningu Evu og einkum vörnin fyrir ofurlaunum hennar minna mig einna helst á pópúlisma sem einkennt hafa Össur Skarphéðinsson og suma Samfylkingarmenn sem hafa verið í liðsveit hans fyrr og nú. Jóhanna fellur kylliflöt í þessa sömu gryfju nú. Mun heiðarlegra væri að hún predikaði ofurlaunastefnu sína í verki en ekki bara orði. Annars verður hún auðvitað ómarktæk.
Ekki svo að skilja að ég sé á móti Evu Joly og því að fá hana til verka. Hef margoft stutt þá ákvörðun í skrifum hér. Vil allt upp á borðið og bind vonir við að niðurstaða málsins verði sú að öll minnstu smáatriði í bland við stóru punkta aðdraganda bankahrunsins verði gerð opinber, allt verði opinbert. En stjórnmálamenn þurfa að vera samkvæmir sjálfum sér, alveg sama hvað þeir heita, hvort það er heilög Jóhanna eða einhver annar.
Ég heyrði ekki betur en alþýðukonan Jóhanna messaði að tími ofurlauna væri liðinn á landsfundi Samfylkingarinnar. Gott og blessað. Sömu helgina kvittar hún hinsvegar upp á ofurlaun handa fransknorsku Evu. Ekki fara saman orð og gjörðir.
Vonandi hefur þjóðin vit á að hafna svona hentistefnu í kosningunum. Við þurfum að fá stjórnmálamenn til valda sem meina það sem þeir segja og segja það sem þeir meina.
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Staðreyndin er sú að þjóðin er allt að því gjaldþrota mikið til vegna stjórnunar síðustu 5-15 ára. Spurningin er hverjum er best treystandi til þess að taka til í rústunum. Ég veit það ekki, þetta verður mjög erfitt verk.
Guðmundur Pétursson, 31.3.2009 kl. 16:23
OFURLAUN ??????? Því miður get ég bara ekki tekið undir það að 1,3 milljón á mánuði séu ofurlaun, við erum að tala um háskólagengna manneskju sem vinnur sérfræðistörf og sérfræðistörf kosta. Finnst fólk oft vilja gleyma því að sérþekking kostar pening og að ógleymdu, hvað eru þessir peningar eiginlega í evrum ??? Ekki mikið svo eru launin rúm milljón brúttó útborgað fær hún kannski ekki nema um 700 þúsund enda þarf hún eflaust að borga hátekjuskatt !!! Ég þekkji nú ekki vel til starfa þessarar manneskju en ég er alveg viss um það að sé hún eins góð og eftirsótt og sagt er, er hún ekki að koma hingað til starfa vegna launa, eflaust bara vegna þess að þetta lítur vel út á ferilskrá. Háskólamenntað duglegt fólk á að sjálfsögðu að fá vel greitt og þetta finnst mér hreinlega skítlaun fyrir svo eftirsóknaverða þekkta manneskju (sé horft á nettótekjur og hvað það kemur út í evrum) Ofurlaun myndi ég kalla laun fyrrv. bankastjóra Kaupþing var hann ekki með 2 milljónir á dag eða eitthva álíka fáranlega upphæð á dag.
Skítlaun er kannski gróft til orða tekið hjá mér en mér finnst allavega að svona manneskja ætti að fá a.m.k milljón í nettó tekjur og allt uppihald frítt enda er það ómetanlegt og eflaust hverrar krónu virði að FÁ HLUTLAUSAN og ennfremur ÞEKKTAN einstakling til að vinna í þessum málum hér.... Að ógleymdu farið hefur fé úr Ríkissjóði í allskonar rugl hér á landi.... Við eigum alls ekki að spara þegar að kemur að þessum málum, enda hvað eru nokkrar milljónir í sérfræðistörf til eða frá þegar að við erum að eiga við milljarða skuldir ríkissjóðs, a.m.k eru þessar milljónir að fara í eitthvað af viti.
Solla Bolla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:26
Hvað er konan með? 1,3 á mánuði?
Það eru nú tæpast ofurlaun fyrir hámenntaða konu með mikla reynslu sem er fólgið svona mikilvægt verkefni.
Stjörnupenni, 31.3.2009 kl. 16:27
Sæll Stefán.
Laun Evu eru ekki helmingur af launum Davíðs Seðlabankastjóra. Þetta er ekkert smá djobb sem hún er að taka að sér, flókið og ábyrgðarmikið með eindæmum, skv. fréttinni er hún að fá 1,3 milljón á mánuði. Verð að segja þér að það er ekki mikið fyrir svona sérhæft starf, svo lengi sem hún er undir því stæð.
Vegna þess hvað þjóðfélagið er lítið þarf að fá utanaðkomandi til að rannsaka fall Íslands. Það er lífsnauðsyn að draga upp þá mynd sem rétt er af þessu öllu saman, og ekki kallast það stór upphæð til að kaupa slíka mynd. Þetta má ekki vera flokkrembingsmál.
Nema þú finnir einhvern sem vill gera þetta gratis.
Kveðja
Ólafur Þórðarson, 31.3.2009 kl. 16:29
Vill einnig taka það fram að "ekki nema 700 þúsund útborgað" þá meina ég að fyrir þessa manneskju er það kannski ekki mikið enda eflaust nóg af starfstilboðum sem að hljóma betur en þetta, eflaust finnst flest öllum að sjálfsögðu 700 þúsund útborgað á mánuði bara mjög mikið :)
Solla Bolla (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:31
Kjánaleg og pópúlisk skrif Stefán Friðrik. Þú ert kominn í sama "mode" og Davíð, þegar hann reyndi að gera lítið úr norska seðlabankastjóranum. Launin sem Eva Joly fær eru mjög hófleg, sama hver viðmiðunin er. Þú átt vissulega eftir að sjá á eftir nokkrum kunningjum og vinum í svartholið, líklega er það það sem óttast. Þú villt nefnilega ekki allt upp á borðið, frekar en Madam Kínafari.
Ertu búinn að gleyma því að Baugsmenn, Bjöggarnir, Hannes Smárason, Wernersson bræðurnir og flestir glæpónarnir eru þínir flokksbræður?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:41
Skilanefndarmenn hafa 2.500.000-??????????
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:43
Það þýðir ekkert að væla undan þessu. Mér finnst þetta vissulega vera há laun, en alls ekki of há miðað við það sem í húfi er. Það er spurning hvort 1,3 milljónir á mánuði eru ofurlaun. Mér finnst það ekki vera. Milljón á dag og þaðan af meira er það hins vegar. Mörkin liggja einhvers staðar þarna á milli, ég veit ekki hvar.
Og miðað við fjárhæðirnar, sem glæpamenn stálu er þetta gjörsamlega hverfandi dropi í hafið. Annars vegar horfum við á bak mörg hundruð milljörðum. Hins vegar eru menn vælandi undan launakostnaði upp á 1,3 millur á mánuði. Lítum á það að til þess að ná einum milljarði í launakostnað þyrfti hún að vinna í 800 mánuði á þessum taxta. Það verður vonandi eitthvað farið að gerast áður en sá tími rennur allt sitt skeið.
Persónulega er mér alveg gjörsamlega sama hvað það kostar að komast til botns í málunum, bara að eitthvað sé gert af viti og að árangur náist. Áfram Eva Joly!
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:46
Jú jú það má kanski segja að þetta séu ofurlaun, en hver veit nema það skyli sér til baka. Það eru líka ansi margir ríkisstarfsmenn á ofurlaunum, t.d. bankastjórar nú og fyrrverandi, og forstjórar ýmisa ríkisfyrirtækja. Mín skoðun er sú, að t.d. hafi Seðlabankastjórarnir verið á ofurlaunum, hvað sér maður eftir þá? Jú þjóðfélagið eins og það er í dag. Auðvitað eiga stjórmálamenn að vera samkvæmir sjálfum sér, en þið Sjálfstæðismenn eruð alltaf með Jóhönnu í skotfæri, lítið ykkur aðeins nær, hvað sagði t.d. nýji formaðurinn ykkar fyrir nokkrum dögum síðan um ESB? En var svo kominn í þversögn við það nokkrum dögum síðar, eða eftir að hann var orðinn formaður. Hvað kallast það?
Hjörtur Herbertsson, 31.3.2009 kl. 16:52
skelfing er þetta nú dapurlega umræða hjá þér og röksemdafærslan á reiki.
Guðlaugur Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 17:02
Ég er sannfærð um að Eva mun hala inn miklu meiri pening, heldur en launin sín!
Hvað finnst þér þá um laun Seðlabankastjóra, skilanefndamanna og forsetans Stefán? (ein forvitin)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:03
Ekki finnst mér mikið að borga Joly 1300 þús á mánuði ef hennar verk skila einhverju, það verður sjálfsagt einhver bið á því en vonandi nær hún einhverju til baka af földu fjársjóðunum. Sjálfstæðismenn sátu aðgerðarlausir eftir hrunið og sögðu fólki að vera þolinmótt og fara ekki í einhverjar nornaveiðar.
1300 þús eru Ekki ofurlaun en kannski há, það er annað mál.
Guð blessi Ísland. Kveðja Benni.
Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:08
Voru þetta ekki 1,3 milljónir á mánuði? Þetta geta ekki talist ofurlaun ef miðað er við laun forseta Íslands, Jóhönnu sjálfrar, bankastjóra og margra annarra.
Baldur Hermannsson, 31.3.2009 kl. 17:37
Skilanefndarmenn hafa minnst 2.500.000-
Þú hefur skrifað e.t.v. um það ?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:46
Finnst svolítið magnað að vera að hneykslast á launum Evu Joly og kalla þetta ofurlaun. Í fyrsta lagi er hér um að ræða einn helsta sérfræðing á fjárglæpum, að minnsta kosti í Evrópu og í öðru lagi þá býr konan ekki á Íslandi, heldur Í Frakklandi og að einhverjum hluta í Noregi. Verða því laun hennar að miðast við það. Einnig ber að hafa í huga að nái hún þeim árangri sem margir vonast eftir, þá eru hennar laun dropi í hafið miðað við það sem verður hægt að ná í erlendis. Ég er sjálfur launþegi í Noregi og hef hærri laun en EJ, án þess að ég sé nálægt því að vera með launahæstu mönnum. Skil ekki alveg svona hugsunarhátt sem liggur á bak við pistil þinn. Það er kannski helst að mörgum Sjálfstæðisflokksmönnum líst ekkert á að farið verði að grafa í hlutunum??
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:48
Þetta er svipað og þingmaður hefur ef hann situr einnig í sveitarstjórn, það er að segja ef hann situr þar með embættistitil. Hverrar krónu virði!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:48
Ekki eru þetta gáfuleg skrif.
Eggert Hjelm Herbertsson, 31.3.2009 kl. 20:30
Hvernig dettur þér í hug Stefán að kalla 1300 þúsund á mánuði fyrir þessa þekkingu og reynslu ofurlaun? Það er nær að fólk horfi meira á árangurinn sem hún mun væntanlega ná. Þá verður þetta klink í þeim samanburði. Þar að auki er þetta ekki hærri upphæð en venjulega Jón ráðgjafi rukkar fyrir sína þjónustu, með svipuðu vinnuframlagi. En kannski miklu minni árangri.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:31
Þetta er það hlægilegasta sem ég hef séð frá sjálfstæðismanni lengi. Ég er viss um að þessi kona verður hverrar krónu virði. Jafnvel þó hún fengi 13 milljónir á mánuði!
Ég er satt best að orðlaus yfir þessum pistli. Nær væri að býsnast yfir góðvinum sjálfstæðismanna sem skipa skilanefndir bankanna! Það eru ofurlaun!
Baldur (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:06
Óskaplega er þetta ómerkileg færsla og alveg í takt við grátur sjálfstæðismanna og smjörklípufíkn þeirra.
Þessi laun eru langt því frá að vera einhver "ofurlaun" eins og þau sem tíðkuðust hér í fyrra.
Skoðum aðeins þessa tölu í réttu samhengi. Joly fær væntanlega greitt í Evrum, því ekki gagnast ónýtar íslenskar krónur henni. Nú vitum við öll hvernig gengisþróunin hefur verið hérna. Ef hún hefði verið ráðin fyrir ári síðan þegar gengið var helmingi hærra en núna væri hún að fá 650.000 fyrir þetta á mánuði. Samt væri hún að fá sömu töluna í Evrum. Þetta er hræbilleg aðgerð hjá Ríkinu og henni ber að fagna, sama hvað flokki við tilheyrum. Að fá svo mikilsvirtan óháðan fagaðila til starfsins er það bezta ssem hefur komið fram í þessu máli hingað til.
Páll Geir Bjarnason, 31.3.2009 kl. 22:33
Stefán, þetta eru ekki ofurlaun. Þetta er eðlileg verktakagreiðsla til sérfræðings sem þekktur er fyrir að vinna kaupinu sínu. Þetta eru til að mynda sínu lægri laun en t.d. ríkisforstjórum eru greidd. Ofurlaunin voru á allt öðrum skala. Ein ábending í lokin, ég þykist vita að þú hafir ekki hug á að koma fylgi Sjálfstæðisflokksins niður fyrir 20% en það markmið höfðu æði margir landsfundarfulltrúa nú um helgina, altént bar málflutningurinn sem þar var hafður í frammi af sumum það í sér. Ein ábendin til þín í lokinn sem sjálfstæðismanns. Reyndu maður að hugsa á gagnrýninn hátt en ekki eins og félagi í trúsöfnuði!
Kristinn Hugason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:59
Ofurlaun?!?
Ertu algjörlega úr takti við raunveruleikann? Sorglegt að sjá þessar daglegu tilraunir þínar við að klóra í bakkann.
Þetta kallast að skíta upp á bak! :D
Arnþór (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:14
Það er auðvitað fáránlegt að segja að Eva Joly sé með ofurlaun ef við skoðum t.d. laun skilanefndarmanna, en Eva er ekki hálfdrættingur á við þá. Það voru Sjálfstæðismenn sem sömdu við þá um 3,5 miljónir á mánuði. Þessi pólitíska keyla er því ekki að gera sig hjá þér.
Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.