Brekkusöngur á þingi



Ég neita því ekki að það var eilítið skondið að fylgjast með þinghaldinu um eða upp úr miðnætti. Ákvað að sleppa því að horfa á þessar ræðukúnstir og setti All the President´s Men frekar í dvd-spilarann og missti því af öllum ræðunum. Stjörnuframmistöðu kvöldsins átti þó væntanlega brekkusöngvarinn Árni Johnsen þegar hann söng Laugardagskvöld á Gili. Ekki hægt annað en brosa út í annað yfir þessum söng.

Annars finnst mér á mjög gráu svæði að funda síðla kvölds og hvað þá að næturlagi. Varla er þetta boðlegt verklag. En þingræðið er greinilega komið í færibandavinnu fyrir framkvæmdavaldið. Ekki við öðru að búast en þeir sem töluðu um að reisa við þingræðið standi fyrir svona verklagi og stjórnarskrárbreytingum á slíkum methraða og án samkomulags.

mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Stefán.

Finnst þér í alvörunni í lagi að það sé sungið uppi í ræðustól á Alþingi Íslendinga? Finndist þér þá ekki bara við hæfi að fá leikarana úr Söngvaseiði í verktakavinnu við að flytja ræður þingmanna Sjálfstæðisflokks?

Piff!

Haraldur Helgi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 18:16

2 identicon

Menn neyðast náttúrulega til þess að starfa fram á nótt þegar meðlimir ónefnds flokks hegða sér eins og fífl í pontu.

http://www.youtube.com/watch?v=NmoKB1wpA_k

Hugi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það væri kannski ekki unnið frameftir nóttu ef menn myndu nota tímann betur en í að syngja í ræðustóli Alþingis. Ég hef einmitt fylgst svolítið með ræðunum undanfarið og oftar en ekki eru Sjálfstæðismenn að ræða við sjálfa sig og jafnvel um eitthvað sem kemur málinu sem er á dagskrá, ekkert við !

Er það eðilegt verklag ?

Smári Jökull Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:02

4 identicon

Þegar VG og Samfylking voru í stjórnarandstöðu gerðu þessir tveir flokkar það að listgrein að vera með málþóf, tefja hin ýmsu mál og vera hreinlega með almenn leiðindi. En nú eru þessir sömu flokkar komnir við völd, og þá er allt í einu bannað að vera með málþóf og reyna að tefja mál sem bjarga hvorki mér né öðrum frá gjaldþroti.

Maður les það víða á blogginu að fólk virðist taka undir með Katrínu og vill að Sjálfstæðisflokkurinn þegi bara og geri eins og honum er sagt. Einhvern veginn held ég að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið svona frá sér fara á síðustu 18 árum, þá hefði eitthvað heyrst í Steingrími Joð og félögum, og ég gæti best trúað því að það hefði verið bannað innan 18...

Ég vil fá ýmsar breytingar á stjórnarskránni, og ég kem ekki til með að kjósa sjálfstæðisflokkinn í vor, en hann á samt minn stuðning í þessu máli. Breytingar á stjórnarskránni bjargar hvorki mér né öðrum frá gjaldþroti. Ég vil sjá aðgerðir í mína þágu (og þeirra í sömu stöðu), ekki einhver dúdl mál eins og hvort foreldar megi ekki aga börnin sín, eða klæða þau í bleikt eða blátt...

SiggiS (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband