Neyðarlegur flótti á Suðurnesjum

Ekki er hægt annað en kenna eilítið í brjósti um lögreglumennina á Suðurnesjum sem misstu belgíska fangann úr varðhaldi. Þetta er mjög neyðarlegt klúður. Þessi flótti er ekki síður vandræðalegur en þegar löggan í Reykjavík missti Annþór Karlsson úr haldi með miklum mistökum. Vonandi tekst að handsama fangann og ljúka þessu máli með sóma.

Lögreglan getur vissulega gert mistök. Mistök hennar verða þó neyðarlegri en ella í svona tilfellum. Vonandi tekst þó að leysa úr þessari vandræðalegu flækju.

mbl.is Enn leitað að Belganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oftast þegar menn sleppa eru það fangaverðir sem eru að flytja þá á milli staða, ekki lögreglumenn.

Arngrímur (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Munurinn á þessum tilfellum er reyndar sá að það var neyðarlegra þegar Annþór lét sig hverfa af lögreglustöð þar sem fullt var af löggum.

Belginn var fyrir utan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í fylgd tveggja lögreglumanna.

Nýjustu fregnir herma að búið sé að ná Belganum en hann faldi sig ekki inní skáp eins og sumir...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.4.2009 kl. 09:04

3 identicon

Neyðarlegt er það já en þeir þurfa ekki að ljúga um þetta líka!!

Ég horfði á bílinn sem þeir komu í frá því að þeir renndu upp að sjúkrahúsinu, þeir lögðu nefnilega ólöglega á ómerktum bíl, í sjúkrabíla svæðið. Þeir héldu ekki í hann, hélt meira að segja að það væri verið að styðja við fullan mann sem slagaði til og frá. Fattaði ekki að þetta væri lögreglumenn fyrr en að gæinn sneri sér við og hljóp í burtu.Hann var EKKI handjárnaður og með brúna úlpu yfir axlirnar sem hann MISSTI þegar hann hljóp af stað. Strákurinn náði strax þónokkru forskoti á þau þar sem þau voru ekki við þessu búin og svo var feita löggan á einum spariskó( svartir glansskór sýndist mér) því hann missti annan fyrir utan sjúkrahúsið og því ekki skrítið að þau gátu ekki hlaupið hann uppi.

Eitthvað finnst mér skrítið þetta yfirklór lögreglu til að fela vanhæfni sína, svo er ekki einu sinni hægt að blogga við fréttina um að hann sé fundinn. Má kannski ekki segja fólki að þeir gerðu mistök og séu að ljúga til að fela þau??

Elín (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband