Íkveikjur í Eyjum

Ansi áberandi er hversu margar íkveikjur eru í Vestmannaeyjum. Flestum er í fersku minni er kona kveikti í íbúð sinni þar og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar í land til að geta komið fyrir dómara. Innan við áratugur er svo frá einum stærsta eldsvoða Íslandssögunnar er kveikt var í Ísfélagi Vestmannaeyja, í desember 2000.

Mikið var talað um þá staðreynd á síðasta ári að á því tímabili urðu fleiri íkveikjur í Vestmannaeyjum en Reykjavík. Varla eru tengsl á milli allra þessara mála í Vestmannaeyjum. Þetta vekur hinsvegar mikla athygli almennings í ekki stærra samfélagi en þetta.


mbl.is Játuðu aðild að íkveikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán.

Já það er satt og hvílir þungt á fólki hér hversu illa gengur að upplýsa þessi mál.Þetta er sorglegt sérstaklega að vita að kannski eru veikir einstaklingar eða einstaklingur hér sem þyrfti að fá hjálp.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband