Áfellisdómur yfir Darling og bresku stjórninni

Niðurstaða bresku þingnefndarinnar er gríðarlegur áfellisdómur yfir Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og um leið uppreisn æru fyrir Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, en harkalega var sótt að honum, algjörlega að ósekju, eftir uppljóstranir Darlings. Augljóst er að bresk stjórnvöld gengu fram af tilefnislausum hætti gegn íslenskum stjórnvöldum og voru aðeins að upphefja sjálfa sig í pólitískri krísu með vinnubrögðunum. Taka átti æruna og orðsporið af íslensku þjóðinni í pólitískri hagsmunabaráttu Browns og Darlings.

Þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kom í viðtal á Sky í október sagði ég í bloggskrifum að fyrir honum vekti ekkert annað en slá pólitískar keilur á kostnað íslensku þjóðarinnar. Hann stæði illa pólitískt og ætlaði að sökkva okkur til að koma betur pólitískt í augum kjósenda sinna og bresku þjóðarinnar allrar. Sumir bloggskrifarar hér heima mótmæltu þessari skoðun og fannst ég dæma Brown of harkalega. Bresk þingnefnd hefur nú tekið undir þetta verklag og þessa túlkun.

Við öllum ætti enda að blasa, næsta auðveldlega, að ráðist var af hörku og lágkúru gegn Íslendingum. Þrír ráðherrar íslensku ríkisstjórnarinnar höfðu státað sig af því á tyllistundum að vera í breska Verkamannaflokknum og mært Gordon Brown margoft í bloggskrifum, sérstaklega í kosningabaráttunni 2005 þegar hann dró Tony Blair á leiðarenda. Þau tengsl skiptu engu máli þegar á reyndi og hefur enn engu skilað. Enda er þetta eins og hvert annað gaspur bara.

Staðreyndin er sú að bresk stjórnvöld, með flokksbræður samfylkingarráðherranna í fararbroddi, gengu fram með skítlegum hætti. Bresk þingnefnd hefur nú staðfest það algjörlega afdráttarlaust að Brown valdi sér óvin til að upphefja sjálfan sig. Þar skipti engu máli þó "flokksbræður hans" væru við völd í því landi. Þau samskipti hafa engu skilað, ekki einu sinni á síðustu vikum.


mbl.is Hryðjuverkalög of harkaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Hvernig stendur á því að kastljósþáttur Sigmars skyldi ekki vera nefndur,var ekki fullyrt að Davið hafi komið þessum hriðjuverkalögum á?Alla vegana hrópaði viss partur af þjófélaginu hátt um það.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 4.4.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband