Ómerkilegar dylgjur hjá Ólínu

Framkoma Ólínu Þorvarðardóttur, þingframbjóðanda Samfylkingarinnar, við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, á Bylgjunni í morgun var henni ekki til sóma og vægast sagt ómerkileg. Eðlilega hefur hún beðist afsökunar á dylgjum og ómerkilegheitum sem þar átti að slá sér upp með. Mér finnst þetta ekki merkilegt veganesti í kosningabaráttu og undrast satt best að segja ef þetta er það sem koma skal. Reyndar hefur verið mjög ómerkilega sótt að Sigmundi Davíð úr Samfylkingunni á undanförnum vikum.

Reyndar er það bara þannig að Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð hreinlega grilluðu Ólínu í þessum þætti. Þeir mættu undirbúnir og vel skipulagðir til leiks og með góðar tillögur sem Ólína gat engan veginn skotið niður með trúverðugum hætti. Bandalag Tryggva og Sigmundar með 20% tillöguna vekur vissulega athygli, en hún er sannarlega allrar athygli verð og mjög erfiðlega hefur gengið fyrir andstæðinga hennar að skjóta hana niður.

mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég verð að segja að eftir að hafa hlustað á þáttinn þá þurfi maður að fara kynna sér þessa 20% niðurfærsluleið Sigmundar Davíðs og Tryggva. Þátturinn styrkti þeirra stöðu til muna, sammála því, Stefán Friðrik. Þetta eru þá kannski ekki ódýr töfrabrögð eftir allta saman!

Ef þetta eru stjórnmálin sem Samfylkingin ætlar að bjóða kjósendum upp á þá er það áhyggjuefni fyrir lýðræðið í landinu.

Jón Baldur Lorange, 5.4.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólína getur eitt næsta árinu að reyna að koma með einhverjar skýringar á orðum sínum en aðrar eins dylgjur hefur maður sjaldan heyrt áður.

Eftir þetta spyr maður sig, hefur hún eitthvað erindi í stjórnmál ef þetta er hennar innlegg

Ólína kom illa undirbúin í þessa umræðu og átti engin svör við Sigmundi og Tryggva.

Óðinn Þórisson, 5.4.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Mann setur hljóðan að heyra í þessari konu,hún varð að vísu reið við Tryggva því honum varð á að leiðrétta hana

Haraldur Huginn Guðmundsson, 5.4.2009 kl. 18:09

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þekkirðu ekki feril Ólínu? Hún hefur aldrei gert neinn mun á staðreyndum og uppspuna. Líklega sér hún enga mun á þessu tvennu.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband