Einum of langt gengið í mótmælum

Hvaða skoðun sem fólk hefur á innflytjendamálum finnst mér það einum of langt gengið að mótmæla fyrir utan heimili fólks, hvort sem það er forstjóri Útlendingastofnunar, dómsmálaráðherra eða einhver annar í samfélaginu. Heimili fólks eiga að vera friðhelg og það á að nægja þeim sem vilja mótmæla að gera það fyrir utan þær stofnanir sem viðkomandi fólk stýrir.

Skilaboðin sem komið er á framfæri falla alltaf í skuggann sé tjáning þeirra eða aðferðirnar óviðeigandi. Í þessu máli gildir að fólk geri mótmælin ekki of persónuleg gegn þeim embættum sem þau beinast, enda eiga embættismenn rétt á sinni friðhelgi á heimilum sínum.

mbl.is Sjö mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæll mótmælendur hafa gengið of langt alltof langt ég vill senda þetta fólk úr landi strax þetta fólk braut lög í dag með þessu framferði

Ólafur Th Skúlason, 5.4.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband