Fjölga þarf eftirlitsmyndavélum

Jákvæðasta og neikvæðasta frétt helgarinnar tengjast óneitanlega. Jákvæði punkturinn að maður sem ráðist var á í miðbænum sé á batavegi en neikvæði punkturinn að ráðist sé á fólk sem er að skemmta sér á helgarnóttu í miðbænum. Þessi veruleiki hlýtur að kalla á fleiri eftirlitsmyndavélar í miðbæ Reykjavíkur.

Of mikið er af árásarmálum í næturlífinu, oftast af tilefnislausu, og þarf að reyna að taka á því mikla og augljósa vandamáli. Verst af öllu er að ekki sé betur fylgst með svæðinu og til staðar öryggismyndavélar sem færa fólki einhverja vörn eða í það minnsta öryggistilfinningu.

mbl.is Kominn úr öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband