Brennuvargur segir upp í slökkviliðinu

Ég er ekki hissa á því að brennuvargurinn í Eyjum hafi ákveðið að segja sig frá störfum í slökkviliðinu. Þeir sem brjóta svo alvarlega af sér verða að axla ábyrgð á því, enda varla hægt að búast við því að þeir geti sinnt því starfi framar eða hafi trúverðugleika til þess.

Mér finnst virðingarvert að hann geri þetta sjálfur og sjái þessa meginstaðreynd málsins alveg sjálfur, þó varla sé uppsögnin undrunarefni eða stórmerkileg í sjálfu sér. Sá sem hefur brugðist trausti með svo alvarlegum hætti hefur varla traust til verka áfram.

Þeir í Eyjum hljóta samt að vera mjög hugsi yfir öllum íkveikjunum. Fjöldi þeirra er ótrúlega mikill á síðustu árum. Þar er eitthvað stórlega að sem þarf að kanna eða í það minnsta hugleiða.

mbl.is Óskar lausnar frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Stefán,en það er þekkt erlendis þegar lítið er um brunna eða það þarf að kaupa ný tæki,þá koma fram svona brenglaðir einstaklingar og kveikja í.(sumir til að vekja athygli á sjálfum sér,hvað þeir eru klárir slökkviliðsmenn) Þessir einstaklingar þurfa hjálp,en það er gott fyrir Vestamanneyinga að þessir brennuvargar séu fundir,þeir hætta ekki fyrr en þeir nást,(mjög algengt er að lögreglan taki myndir við þá staði sem brenna,og sjá þá oft alltaf sama fólkið þá nást brennuvargarnir,þeir fá einhverja útrás á að horfa á brunna eftir sig,því miður) Ég óska lögreglunni í Vestmanneyjum til hamingju með þennan árangur.

Jóhannes Guðnason, 6.4.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Sú geðveila sem talin er hættulegust er pyromania. Pyromanar eru brennuvargar.  Þeir sækja í störf slokkviliða.  Sýnist þessi maður bera með s´r einhver veikindi.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 6.4.2009 kl. 03:24

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nú þurfa bara braskararnir að segja upp í bönkunum... ;)

Jón Ragnarsson, 6.4.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eyjamenn standa með sínum, jafnvel afbrotamönnum

Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 12:32

5 identicon

Slökkviliðið heitir nú reyndar Brunalið í Eyjum, en allt um það. Þér finnst það virðingarvert að maðurinn skuli segja upp störfum af sjálfsdáðum, enda hafi hann brugðist trausti með alvarlegum hætti.

Sem leiðir hugann að þeirri ríkisstjórn sem leiddi bankahrunið yfir þjóðina. Aðeins einn ráðherra sagði af sér til málamynda, korteri fyrir stjórnarslit, þrátt fyrir að vanhæfi hans væri augljóst allan tímann.

Núverandi forsætisráðherra sat í nefndri ríkisstjórn, svo og utanríkisráðherra og samgönguráðherra. Á Íslandi er sannarlega eitthvað stórlega að sem þarf að kanna eða í það minnsta hugleiða - eða hvað?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband