Merkilegt útspil Landsbankans

Útspil Landsbankans með óverðtryggð íbúðalán og vaxtaafslátt vekur eðlilega mikla athygli. Landsbankinn með Ásmund Stefánsson hefur legið undir miklu ámæli og verið deilt um verklagið þar. Þessi ákvörðun er mjög áhugaverð í ljósi þess og fróðlegt að sjá viðbrögðin.

Þetta er eflaust eitt útspilið til að reyna að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað og draga þá upp úr feninu sem hafa tekið á sig þunga skelli að undanförnu. Svo verður að ráðast hvernig það muni ganga.

mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er kannski ekki verðtryggt, en samt betur tryggt!  Raunstýrivextir hafa verið 4,7% frá janúar 1994 og 5,1% síðustu 5 ár.

Marinó G. Njálsson, 6.4.2009 kl. 19:03

2 identicon

Mér finnst þetta nú ekkert sérstaklega merkileg frétt.
Veit ekki betur en að bankinn minn hafi boðið svona lán í mörg ár

Hér má sjá nánari upplýsingar um þetta:
http://www.s24.is/einstaklingar/lan/langtimalan/

Benni (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband