Ingibjörg Sólrún greinir vanda Samfylkingarinnar

ISG Ingibjörg Sólrún virðist komin að leiðarlokum í vörn sinni á fylgistapi Samfylkingarinnar og hefur viðurkennt helsta vanda flokksins fyrir flokksmönnum og þjóðinni allri. Í fróðlegri ræðu á flokksstjórnarfundi í dag sagði hún að kjósendur þyrðu ekki að treysta þingflokki Samfylkingarinnar. Það er svosem ekkert hernaðarleyndarmál að Samfylkingin virðist eiga í erfiðleikum.

Þrátt fyrir minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins vegna Árnamálsins hækkar Samfylkingin ekki milli mánaða og hefur ekki gert lengi. Um þessar mundir eru fjögur ár síðan að borgarstjóraferli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk snögglega eftir að hún tók fimmta sætið á lista flokksins í Reykjavík. Henni tókst ekki að komast á þing í kosningunum 2003 en varð varaformaður flokksins sama árið, eftir að Margrét Frímannsdóttir steig til hliðar fyrir Ingibjörgu. Hún varð þingmaður við afsögn Bryndísar Hlöðversdóttur og formaður flokksins sama ár.

Það hefur því ekki gengið neitt né rekið pólitískt hjá Ingibjörgu Sólrúnu eftir að hún felldi svila sinn Össur í hörðu formannskjöri fyrir einu og hálfu ári. Nú er staða mála þannig að Samfylkingin mælist með 16 þingsæti. Samfylkingin mælist með 7 þingmenn í Reykjavík, 4 í Kraganum, 1 í Norðvesturkjördæmi og 2 í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Það er ekki beint sú uppskera sem Ingibjörg Sólrún hefur stefnt að. Það virðist óravegur frá þeirri Ingibjörgu Sólrúnu sem var borgarstjóri og svo þeirri sem leiðir Samfylkinguna. Hún hefur aldrei fundið sig í landsmálunum.

Það hefur blasað við um langt skeið að Samfylkingin hefur ekki tiltrú landsmanna og þar hefur hringlandagangur staðið flokknum verulega fyrir þrifum og veikt stöðu hans. Það eru mikil pólitísk tíðindi að Ingibjörg Sólrún gangi hreint til verks og viðurkenni nú loksins þessa stöðu mála fyrir kjósendum.

mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega! Gæti ekki verið meira sammála þér.

Takk fyrir góð orð um skrifin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2006 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband