Algjörlega til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ég verð að segja það alveg eins og er að mér finnst það til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa þegið 30 milljón króna styrk frá FL Group í árslok 2006. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þá að verja sem stýrðu flokknum á þessu tímabili. Þetta vekur margar spurningar, sem eðlilegt er að fá svör við að mínu mati. Fyrir okkur almenna flokksmenn er þessi styrkveiting með öllu óverjandi og ég vil fá svör frá þeim sem stýrðu flokknum á þessum tíma.

Tvennt vekur þó óneitanlega meiri athygli í mínum augum umfram annað. Í fyrra lagi; þessi styrkveiting kemur skömmu eftir að tilkynnt var að Kjartan Gunnarsson myndi hætta sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stuttu eftir margumtalað prófkjör í Reykjavík þar sem hart var tekist á og Björn Bjarnason varð undir í harðvítugum leiðtogaslag. Enn ganga kjaftasögur um aðkomu fjársterkra manna að þeim slag.

Í seinna lagi (og það sem er stóra fréttin); þetta er á mörkum þess tíma sem ný lög um opið bókhald og hámarksstyrki tóku gildi. Örfáum dögum áður en nýtt upphaf verður í bókhaldi flokkanna kemur þessi mikla upphæð til Sjálfstæðisflokksins. Þetta er það stórt mál að það verður að tala hreint út um það. Mér sem flokksbundnum sjálfstæðismanni finnst þetta alveg til skammar.

mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Að taka við stórum fjárhæðum frá fyrirtækjum?

Hvað er til skammar?

Var þetta ekki það sem leikurinn gekk út á um árabil? og nú verður spurt; hvað fyrirtæki önnur kostuðu Sjálfstæðisflokkinn og yfirgang Viðskiptaráðs síðustu árin í aðdraganda hrunsins?

Benedikt Sigurðarson, 7.4.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Stefán Friðrik. Sjálfstæðismenn eiga skýlausa kröfu um svör hve sársaukafullt sem það kann að vera. Það er hluti af uppgjörinu ef flokkurinn ætlar að endurreisa sig.

Jón Baldur Lorange, 7.4.2009 kl. 22:00

3 identicon

Þetta hlýtur að vekja upp þá kröfu að bókhald Sjálfstæðisflokksins verði skoðað aftur til einkavæðingu bankanna. Og hvaða greiðslur runnu fyrir og á eftir fráhvarf Ingu Jónu Þórðardóttur úr stjórn FL Group.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 22:09

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enn sígur Sjálfstæðisflokkurinn í áliti landsmanna.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2009 kl. 22:30

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Einu sinn sagði ég það í Bloggi mínu að ef allt sem Sjálfstæðisflokkurinn aðhefðist bak við tjöldin væri komið út á Bók, þá yrði það ljót lesning kv

þorvaldur Hermannsson, 7.4.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband