Týnda kynslóðin

Nokkur umræða hefur orðið í samfélaginu vegna þess hversu algengt er orðið um að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 13-17 ára. Svörin við aðstæðum þeirra sem hverfa með þeim hætti eru mörg og ólík, en stundum þó með svipaða forsögu. Oft er um að ræða ungmenni sem eru í neyslu af einhverju tagi eða sinnast á við foreldra sína. Á okkar tímum er mikill vandi víða og þar geta ungmennin farið út af sporinu og eiga erfitt með að rata á beinu brautina aftur.

Vissulega er hárrétt aðferð að láta lýsa eftir þeim unglingum sem ekki skila sér heim, í þeim efnum er biðin ekki góð. Sé eitthvað óvenjulegt eða þau koma ekki heim á eðlilegum tíma ber að lýsa eftir þeim. En þetta er orðið mjög algengt, allt að því sláandi og eðlilegt að spurningar vakni. Það er mjög algengt að svona tilfelli séu kennd við óreglu ungmenna og sumir gefa sér það alltaf fyrir fram að það tengist slíkum vandamálum. En kannski erum við að dæma þessa kynslóð of harkalega með því.

Sumir tala líka um netnotkun ungmenna, sem víða er farin úr böndunum. Ég skrifaði um þetta fyrir nokkrum mánuðum, ágætar hugleiðingar eftir að ég fékk póst frá fjórtán ára stelpu sem var að velta fyrir sér þessum vanda. Hún benti á netnotkunina, enda hefur gerst að netnotkun ungmenna fari svo úr böndunum að foreldrar ráði ekkert við börnin sín og dæmi um að lögreglan verði að skerast í leikinn til að jafna heimiliserjur, deilur foreldra og unglinga sem vilja nota netið meira en leyft er.

Erfitt er að gefa sér að eitt atriðið sem velt er upp sé meira ráðandi en annað. Full þörf er þó á því að taka þessa umræðu og velta þessu fyrir sér. Kannski er einn vandinn sá augljósi að vandinn sé hjá foreldrum, börnin fái ekki nógu mikla athygli og ástúð að þeir ögra foreldrum sínum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis pælingar hjá þér.

Mér hefur reyndar fundist þetta vera hluti af bómullarvandamálinu og börnum leyft að vaða áfram og ráða mun meiru en það hefur þroska til, bæði vegna þess að foreldrar þora ekki öðru og eins vegna þess að það gefur sér ekki tíma til að setja börnum heilbrigð mörk.

Sá stutti tími sem líður frá hvarfi til tilkynningar finnst mér vera af hinu góða og sjálfsagt að geta nýtt fjölmiðla til að koma tilkynningum á framfæri, Mér er reyndar til efs að fjöldi hvarfa/stroka sé mikið meiri en áður fyrr, heldur var í þá daga skömm og jafnvel reiði í garð ungmenna sem réði því að lengri tími leið frá stroki þangað til haft var samband til lögreglu en nú er gert, og veit ég dæmi síðan á níunda áratugnum um að 2-3 vikur hafi verið látnar líða áður en eitthvað var aðhafst í fjölmiðlum.

Pétur Ottesen (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:38

2 identicon

Ágætis pælingar hjá þér.

Mér hefur reyndar fundist þetta vera hluti af bómullarvandamálinu og börnum

leyft að vaða áfram og ráða mun meiru en það hefur þroska til, bæði vegna

þess að foreldrar þora ekki öðru og eins vegna þess að það gefur sér ekki

tíma til að setja börnum heilbrigð mörk.

Sá stutti tími sem líður frá hvarfi til tilkynningar finnst mér vera af

hinu góða og sjálfsagt að geta nýtt fjölmiðla til að koma tilkynningum á

framfæri, Mér er reyndar til efs að fjöldi hvarfa/stroka sé mikið meiri en

áður fyrr, heldur var í þá daga skömm og jafnvel reiði í garð ungmenna sem

réði því að lengri tími leið frá stroki þangað til haft var samband til

lögreglu en nú er gert, og veit ég dæmi síðan á níunda áratugnum um að 2-3

vikur hafi verið látnar líða áður en eitthvað var aðhafst í fjölmiðlum.

Pétur Ottesen (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:42

3 identicon

Sæll!

Að flestu leiti er ég sammála þér, en ég les að þú hefur ekki nógu mikla þekkingu á því sem þú ert að segja, jaa það er að segja það vantar heilmikið uppá. Vissulega er það rétt að netnotkun er alveg komin úr böndunum og foreldrar verða að vera meira á verði gagnvart börnum sínum. Málið er að foreldrar virðast ekki vita að það er þeirra réttur sem foreldrar að fylgjast með svona málum, eins og t.d. tölvum, símum og slíku hjá börnum sínum. það er í reyndinni í þjóðfélaginu í dag skylda þeirra að gera það og réttur unglingsins er ekki nógu sterkur hvað þetta varðar, því hann á í reynd ekki að eiga svo mikið einkalíf.

Á hinn bóginn þá get ég sagt af reynslu að ég sem foreldri er að berjast við kerfi sem er langt frá því að geta tekist á við þennan aukna vanda. Hreinlega er ekki horft nógu alvarlegum augum á það að barn týnist af heimili sínu. Auðvitað eru forsendur innan heimilisins misjafnar en þetta ætti samt að vera jafnt alvarlegt, hver sem það er og hverjar sem forsendurnar eru. Brotið barn á ekkert erindi úti á götu, það er bara sjálfri sér hættulegt.

Það þarf t.d. að skoða vinnureglurnar í kringum svona mál hjá lögreglnni. Ég er ekki nógu sátt þegar ég þarf að taka málin að mér sjálf því lögreglan (að mínu mati) tekur það ekki nógu alvarlega þegar dóttir mín er týnd. Hugsun: Lögreglan getur setið tímum saman á einhverju horni að skjóta hraða hjá bílum akandi framhjá þeim til að safna í sjóðinn en hún veit t.d. af því hvar barnið mitt er og hvert það er á leiðinni en getur ekki setið fyrir utan þá byggingu, þó það væri ekki nema í klukkustund. Nei, í staðin þurfum við foreldrarnir að fara í löggu og bófa leik að leita barnsins sjálf, því lögreglan er ekki með nógu agaðar vinnureglur eða of fámennuð eða hvað það er til að takast á við slík mál.

Sömuleiðis þá er ekki mikið af úræðum fyrir þessi börn og þau sem eru til staðar er margra mánaða bið eftir í flestum tilfellum. Ríkið er búin að loka flestum úræðum sem í boði voru í einhverjum kjánalegum niðurskurð sem er bara að hafa neikvæð áhrif á börnin okkar sem þurfa á slíku að halda. Það verður að horfa til aðstæðna þegar niðurskurður er gerður og meta RÉTT.

Er það rétt að skera niður þarna??

Það þarf einnig að skoða barnaverndarlögin á móti rétt foreldranna sem eiga börn sem glíma við einhverskonar vanda. Barnaverdarlögin eru svo sterk að þau eru oft hreinlega ekki til góðs fyrir barnið. Og réttur barnins er oftast sterkari en réttur foreldrans. Barnið getur hreinlega farið sér að voða og samkvæmt lögum er í reynd mjög lítið sem foreldri getur gert, ef hann ætlar að fara samkvæmt lögum.

Ef barn týnist er í reynd ekkert annað í boði hvað varaðar úrræði en neyðavistun Stuðla. En þar getur barn verið í max tvær vikur í "geymslu". Og ef það strýkur aftur þá er það bara aftur inn á neyðavistunina, en hún þjónar að ég held megni landsbyggðarinnar, hversu fáranlegt er þetta, ég bara spyr??

Það verða að vera fleiri úrræði í boði fyrir þessi börn og sömuleiðis verða þau að vera víðtækari til að takast á við fleiri vandmál en börn sem eru í neyslu til að mynda. Því það er ekki eini vandinn sem þessi börn glíma við.

Það eina sem ég get gert er að berjast áfram við kerfið og vona að þegar barnið mitt komist í úrræði að þá sé það ekki of seint, því hver veit hvenær hún kemst í þau úrræði sem hún þarf. Ég get allaveganna sagt að í flestum tilfellum er margra mánaða bið og hvaða hlutverki þjónar það þá?? þegar barnið þarf úrræði núna.

Kveða

Ein í baráttunni

Erna (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband