Ábyrgð Guðlaugs Þórs - afsögn óhjákvæmileg

Ljóst er nú að Guðlaugur Þór Þórðarson ber meginábyrgð á því að sækja styrki til FL Group og Landsbankans, þó hann hafi ekkert við það vilja kannast í gær. Allir þræðir í þessu máli og fleirum liggja til hans. REI-málið og prófkjörið 2006 verður allt miklu skýrara þegar þessar tengingar hafa verið raktar beint til hans. Þetta er sorglegt mál og er gott dæmi um það þegar menn villast af leið og falla í pyttinn, bregðast trausti flokksfélaga sinna.

Ég segi fyrir mig að ég vil ekki sjá svona spillingarpésa í forystu Sjálfstæðisflokksins og ég vona að hann sjái sóma sinn í að víkja úr leiðtogasætinu í Reykjavík suður og helst af þingi strax. Á þessu máli þarf að taka, annað hvort af hálfu Guðlaugs, sem lagði ekki spilin á borðið strax heldur lét aðra taka ábyrgðina fyrir sig, eða almennra flokksmanna sem eiga ekki að sætta sig við vinnubrögðin.


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Dream on !!

Jón Ingi Cæsarsson, 9.4.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það sér nú ekki á svörtu þarna Stefán. Þú ert nú varla svo einfaldur að rekja alla þessa þræði til Guðlaugs einvörðungu? Heldurðu virkilega að Kjartan Gunnarsson sem þarna var að standa upp og margir aðrir ónefndir hafi hvergi að þessu máli komið. Ja mikil er trú þín......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 12:26

3 Smámynd: ThoR-E

Þetta er svakalegt mál. Sennilega það versta sem gat komið fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Nú er Geir búinn að falla á sverðið.. en fólk kallaði á meira blóð og nú er það Guðlaugur sem verður gerður ábyrgur.

Að þú ætlir að kjósa þennan flokk Stebbi, ég trúi því bara ekki uppá þig félagi :Þ

ThoR-E, 9.4.2009 kl. 12:41

4 identicon

Ég er 100% viss um að þú sért heiðarlegur Stefán, en ætlar þú að setja X við D í kosningunum? Ef svo er þá langar mig að spyrja þig, hvernig í ósköpunum getur heiðarlegur maður lagt lag sitt við flokk sem snýst ekki um neitt annað en sérhagsmuni einhverra hagsmunasamtaka og er gjörspilltur og óheiðarlegur flokkur í kaupbæti? Ég hef sagt það og mun standa við það, að ég ætla segja mig úr Samfylkingunni ef eitthvað viðlíka finnst þar, og þá skiptir engu máli þó Ingibjörg komi og segi að þetta sé hennar ábyrgð. Ég mun aldrei, já ég segi aldrei leggja lag mitt við óheiðarleika, ég met æru mína meira en það. Einkennilegt af Geir að meta sína æru minna en flokkinn og saurga æru sína með því að segjast bera einn ábyrgð.

Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:25

5 identicon

Það er auðvitað ekki nægjanlegt að Guðlaugur segi einn af sér, nú þurfa hausAR að fjúka.

Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:26

6 identicon

Heyrdu Stefán, tvaer spurningar ádur en thid hengid Gulla. Nú er látid ad tví liggja ad peningarnir runnu beint inn á reikning Sjálfstaedisflokksins. Ekkert hefur komid fram um ad peningarnir fóru beint inn á reikning Gunnlaugs. Tetta virdist snúast um upphaed sem nemur ca. 55 MILLJÓNUM. Tad eru fáir sem trúa thví ad 55 MILLJÓNIR LIGGJANDI Á REIKNINGI SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS hafi engum flokksmanni verid kunnugt um nema nefndum Gunnlaugi. Má ekki segja ad öllum theim sem var kunnugt um 55 MILLJÓNIRNAR Á REIKNINGI SJÁLFSTAEDISFLOKKSINS bera ábyrgd á svínaríinu?

Enginn kannast vid 55 MILLJÓNIR Á REIKNINGI SJÁLFSTAEDISMANNA nema Gunnlaugur og Geir. Talandi um flokk ad skapa sér trúverduleika.

Ertu ad segja ad Geir var tháttakandi í meintri spillingu Gunnlaugs, eda er Geir kannski hálviti?

 ps. ekki trúa öllu sem kemur frá Mogganum.

hransi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ætla ekki að endurtaka sjálfan mig og vísa því á það sem ég bloggaði um málið hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég vildi gefa Guðlaugi Þór færi á taka til varna áður en lengra væri haldið. Allir eiga rétt til þess sérstaklega í því gjörningaveðri sem Sjálfstæðisflokkurinn er lentur inn í. Vissulega eru kringumstæður með þeim hætti, eins og ég bloggaði um í morgun, að staða Guðlaugs Þórs virðist óverjandi. Staðan sem sjálfstæðismenn eru í vegna þessa máls er óþolandi og fylgishrun, frekar en orðið er, fyrirsjáanlegt. Það gæti endað undir 20% sem væri tíðindi til næsta bæjar.

Nú hefur Guðlaugur Þór svarað fjölmiðlum. Svörin eru ekki trúverðug. Ég er þess vegna sammála þér Stefán Friðrik að ekkert annað kemur til greina en afsögn úr þessu.

Jón Baldur Lorange, 9.4.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir-laug og gerir það enn... eða trúir einhver virkilega að þetta sé allt honum að kenna? Ef svo er þá eru mínir fyrrverandi samFLokksmenn meiri einfeldningar en ég hélt. Ég tek heilshugar undir hugmyndir um stofnun á nýjum hægri flokki og kæmi vel til greina að ganga til liðs við hann þó ég vilji ekkert fullyrða að svo stöddu.

Auk þess legg ég til að bann verði lagt við starfsemi þess gamla sökum þess að af honum stafar ógn við fullveldið (sama á reyndar líka við flokka sem vilja selja völdin úr landi). Stjórnarskráin heimilar slíkt bann og saknæmi athæfisins er skilgreint í X. kafla almennra hegningarlaga. Árás á heilbrigt lýðræði er um leið árás á fullveldi Íslands og stjórnarskrá lýðveldisins. Lágmarksrefsing við því er 3 ára fangelsi ef um gáleysi er að ræða, en hámarksrefsing allt að 16 ár. Tek það fram að ég er ekki að leggja þetta fram sem lögfræðiálit, en spilling er spilling og ef hún vegur að stjórnskipan landsins verður að stoppa það með öllum tiltækum ráðum. Gleymið svo ekki hver voru þau grundvallar sjónarmið sem höfð voru að leiðarljósi við stofnun Sjálfstæðisflokksins: að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar. Ef hann starfar ekki lengur eftir þeim sjónarmiðum er alveg eins gott að leggja hann niður.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband