Ingibjörg Sólrún sótti styrki til fyrirtækja

Mér fannst holur hljómur í iðrun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, þegar talið barst að styrkveitingum til Samfylkingarinnar. Hún sótti jú sjálf styrki til fyrirtækja og hafði milligöngu um að vinna í þeim málum, eitthvað sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði ekki. Þó vinnubrögðin í Sjálfstæðisflokknum séu ámælisverð, enda hef ég gagnrýnt þau æ ofan í æ, gekk Ingibjörg Sólrún mun lengra en Geir gerði nokkru sinni. Mér finnst hálfskrítið að hlusta á það núna að þetta hafi verið óheppilegt.

Ég get ekki skilið hvernig siðferðið hefur breyst á þessum tíma. Það sem er rangt núna og siðlaust hlýtur að hafa verið siðlaust og ómerkilegt að öllu leyti á þessum tíma sem um ræðir, á árinu 2006. Mér finnst siðferði ekki eiga að vera tískustraumur. Annað hvort gera stjórnmálamenn hlutina vel og fylgja sannfæringu sinni og hafa siðferðið í lagi eða þeir eru handónýtir og nauðaómerkilegir. Iðrun núna breytir afskaplega litlu þegar siðferðið er annars vegar. Annað hvort standa stjórnmálamenn í lappirnar eða falla flatir niður.

Siðferði á ekki að vera aukaatriði í stjórnmálum.

mbl.is Ingibjörg: Styrkir til flokksins óeðlilegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekkir þú einhver sem er starfandi í pólitík sem er þar heill ?

Varstu ekki á landsfundi sjálfstæðisflokksins ?

Hvað voru margir þar sem þú getur sagt í dag að séu heilir ?

JR (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:38

2 identicon

Og játaði aldrei nein mistök.

EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Hvað segir Svandís núna? Eða Steingrímur Þistill?

Öðru vísi þjóðinni brá.

Jónas Egilsson, 14.4.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband