Eignarétturinn ræður för á Vatnsstíg

Í sjálfu sér þarf ekki að vera undrandi á því að lögreglan láti til skarar skríða gegn þeim sem dveljast í óleyfi í húsi í eigu annars aðila sem vill ekki bera ábyrgð á því. Þetta gat varla endað öðruvísi. Þeir sem fara fram þannig að eignarétturinn sé aukaatriði eru satt best að segja ekki mjög trúverðugir, enda er hann varinn vel í stjórnarskrá. Almennt lítum við öll á að eign okkar verði ekki af okkur tekin með rangindum.

Hinsvegar er leitt hversu mikil harka er í þessum aðgerðum. Þetta hefði getað endað með friðsamlegri hætti en varla er við því að búast að lögreglan hafi langlundargeð til að bíða þegar ljóst er hver á húseignina sem um ræðir. Varla var hægt að skilja málið öðruvísi en frestur hafi verið veittur og öllum ljóst hvað gerðist ella.

mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Það hún margir spurt sig á undanförnum mánuðum hvernig eignarréttinum sé yfirleitt varið í þessu landi - og eignarréttur hverra sé helst varinn.

Einar Ólafsson, 15.4.2009 kl. 12:01

2 identicon

Góðar og vel heppnaðar aðgerðir lögreglunnar. En hver er kostnaður lögreglunnar sé af þessum aðgerðum?

Ég er ekki til í að greiða fyrir veisluhöld þessa hústökufólks. Búinn að greiða nóg á þessum vetri af annarra manna veislum.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæll Stefán;

Eign fylgir ábyrgð.  Ekki verður séð að eigendur þessa húss, frekar en margra annarra á þessum slóðum, hafi staðið undir þeirri ábyrgð.   Þvert á móti virðast þeir hafa vanrækt þá grundvallarskyldu húseigenda, að láta ekki eignir sínar drabbast niður í rottubæli og slysagildrur.   Það er líka lögbrot.

Einnig rekur mig minni til margra frásagna fyrri eigenda gamalla húsa í hverfinu í fjölmiðlum, þar sem því var lýst að nýir eigendur lóða á svæðinu beittu alls kyns lúalegum, gott ef ekki ólöglegum, brögðum til að flæma fólk úr húsum, sem þeir ásældust.

Hvar voru vélsagirnar og piparúðinn þá ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 14:51

4 Smámynd: Haraldur Huginn Guðmundsson

Þarf þetta fólk ekki að vinna fyrir húsi yfir sig eins og við hin.Ekki hef ég áhuga borga fyrir þetta fólk.Það getur unnið fyrir þaki yfir höfuðið.

Haraldur Huginn Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband