Samsæriskenningar í veruleikafirringu Ástþórs

Ástþór Magnússon, þingframbjóðandi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, átti stórleik í samsæriskenningasmíðum í viðtali á Rás 2 í dag. Þetta hlýtur að teljast eitt kostulegasta viðtal á þeirri stöð í áraraðir. Vorkenni Frey Eyjólfs að sitja yfir þessu rugli. Eins og venjulega tekst Ástþóri alltaf að koma fólki á óvart í þessari kosningabaráttu, þó hann hafi verið í sviðsljósinu hér heima á Fróni fyrir sama leikaraskapinn í þrettán ár sem frambjóðandi og baráttumaður fyrir sínum málstað, sem fáir virðast styðja. Veit ekki hvort hann sé misskilinn eða stórundarlegur, kannski undarleg blanda af báðu.

Oftast nær minnir Ástþór mig á samsæriskenningasmiðinn í Spaugstofunni sem sér eitt stórt samsæri í hverju horni og virðist einn í sínu trúboði og sannfæringu. Mér finnst það samt einum of að ætlast til þess að fólk trúi því að fjölmiðlar séu að eyðileggja fyrir honum markvisst, þegar hann fær fulla aðkomu að kosningaþáttum og hefur fullt tækifæri til að vekja athygli á sér. Auk þess að auðmenn séu að eyðileggja fyrir honum þingframboðið sitt. Þetta er algjört rugl.

Ástþór verður auðvitað að átta sig á því að það eru kosningalög í landinu. Þegar einhver skilar inn nafnalistum í stafrófsröð, ekki niðurskipt á kjördæmi og hefur ekki tilskilinn fjölda meðmælenda og vantar undirskriftir sjálfra frambjóðendanna þarf að laga það ella að ógilda listana. Geti Ástþór ekki sinnt skilmálum fyrir öll framboð á landsvísu er það hans eigin hausverkur, ekki annarra.

En endilega hlustið á viðtalið. Þetta er merkilegt show, svo ekki sé nú meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Haha, skv. kvöldfréttum RÚV eru hreint ekki allir sammála þér um það. Kjörstjórnir hafa samþykkt listana, enda er það alveg ágætt mál. Flokkarnir hafa svo búið um hnútana að ný framboð eiga gríðarlega erfitt uppdráttar. Það er gert til að vernda þeirra eigin völd og gæta þess að 'annað fólk' ein alið er upp í þeirra búðum komist ekki að.

Ástþór er snarklikkaður að mörgu leyti, ég get tekið undir það, þótt ekki sé nema brjálæðislegs augnarráðinu um að kenna () en mér finnst ástæðulaust að liggja honum á hálsi fyrir að berjast fyrir því að komast inn á þing skv. lýðræðislegum leiðum.

Og rétt er að taka fram að þetta viðtal við Ástþór sem þú vísar í er ég að hlusta á í þessum skrifuðum orðum. Þetta er flott mál maður! Hverskonar dauðyfli viltu fá áfram í þjóðmálin? Sjálfstæðismenn? Ég bara trrrúúúúi því ekki upp á þig!

Hafðu það hugfast að Ástþór hefur verið stungið í steininn af pólitískum ástæðum. Það er talsvert afrek á Íslandi. Kom hann þar við kauninn á fólkinu sem við - ég og þú - og allir aðrir viti bornir Íslendingar geta ekki mögulega viljað fá til valda?

Kærar þakkir fyrir að benda á viðtalið. Þessi spyrill Ástþórs er svo gersamlega lamaður að hann hlustar á Ástþór gefa óvenjuleg svör og hann bókstaflega skilur ekki orðin sem koma út úr honum þ.s. þau eru óvenjuleg.

Hah, svei mér ef ég væri ekki búinn að veita atkvæði mínu í utankjörfundaratkvæðagreiðslu mundi ég skoða alvarlega að veita þessum hálfklikkaða manni atkvæði mitt. Hann flengir þennan spyril svo rækilega því hann er alveg auðheyranlega með boð um ákveðna nálgun á Lýðræðishreyfinguna. Honum er gert (af sjálfum sér eða öðrum) að hamra á einu og sama atriðinu - hamra á mögulega tæknilegum vankanti við listana. Þeir sem eiga erindi inn núna er fólk sem er líklegast til að styrkja lýðræðið. Ástþór gæti reyndar mögulega viljað konungseinræði en við erum reyndar vön því frá síðustu 18 árum - LOL fyrir því!

Snarbilaður - En ekki lýgur maðurinn neinu. Eins og fólk eigi ekki rétt á að heyra í honum og hans fólki og kveða upp sinn dóm eftir því. Aftur og enn - Kærar Þakkir fyrir að gefa mér linkinn á viðtalið, það er óskaplega skemmtilegt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.4.2009 kl. 04:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Ég sat fjóra fundi með kjörstjórnum, tvo í Suðvestur og við Ástþór sátum bæði fundi í Reykjavík Norður og Reykjavík Suður, og það var fróðlegt Stebbi mjög fróðlegt. Endilega kíktu á bloggið mitt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2009 kl. 04:11

3 identicon

Rúnar þú getur alltaf breytt atkvæði þínu reyndar!

Varðandi listanna Stebbi um að krefjast yfirlýsingu frambjóðenda sérstaklega fyrir hvert kjördæmi (en ekki bara allsherjar yfirlýsingu hans) endemis vitleysa. Það eru engin stoð í lögum fyrir kjörstjórn að taka þessa íþyngjandi ákvörðun. Ástþór hefur talað skynsamlega í kosningasjónvarpi verð ég að segja sérstaklega með markaðsmiðstöð en ég hef samasem ekkert álit persónulega á manninum. Mér bauð við t.d. ófrægingarherferð hans gegn Borgarahreyfingunni sem átti við engin rök að styðja. En má svo sem enda á það sem er gott í hans málflutningi eins og markaðsmál enda hefur hann ágæta reynslu í þeim efnum og náð árangri þar.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:04

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Ættum bara að þakka fyrir að hafa Ástþór, hann lífgar uppá þessa leiðinlegu kosningarbaráttu  :  )

Elvar Atli Konráðsson, 16.4.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég er að hlusta á viðtalið og ég verð að segja að það er langt síðan ég hef skemmt mér eins mikið við að hlusta á útvarp. Maðurinn er einarður og fylginn sér, það eru ótvíræðir kostir í stjórnmálum. Hvort hann hefur eitthvað til síns máls, skal ég ekki segja. Líklega er álit mitt á blessuðum manninum ekki hæft til birtingar opinberlega og þar af leiðandi sleppi ég því.

En að öllu gamni slepptu getur hann ekki farið eftir þeim reglum sem eru settar, að því er virðist, og hann veður úr einu í annað, skipulagslaust. Það verður að segjast að svona bull verður seint talið traustvekjandi.

Þetta er eiginlega ekki hefðbundið viðtal, heldur einræða manns sem virðist alls ekki getað svarað því sem hann er spurður að, grípur fram í allt sem Freyr reynir að spyrja um.

Takk fyrir linkinn Stefán, þetta var hin besta skemmtun.

Steinmar Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband