Absúrd-skriffinnska hjá Umhverfisstofnun

Sagan af hreindýrskálfinum Líf er að mínu mati stórmerkileg. Auðvitað er ótrúlegt að þessi umhyggja fyrir særðu dýri mæti engum skilningi í absúrd skriffinnsku hjá Umhverfisstofnun. Mér finnst það hrein lágkúra að hóta þeim sem hafa annast dýrið og fóstrað það að aflífa það.

Dagbjört hefur staðið sig vel í fjölmiðlum að vekja athygli á málinu og ég vona að kærleik sé einhversstaðar að finna í þessari stofnun. Ég vona að hún hafi sitt fram, enda er ekkert sem mælir með svo groddalegri framkomu Umhverfisstofnunar.


mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Skrifa undir það. Alveg makalaust ferkantuð aðferð.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.4.2009 kl. 03:40

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Er þetta ekki bara ESB reglugerð og atvinnuskapandi í þokkabót.  Ekki ertu á móti skriffinnum og ESB?

Björn Heiðdal, 16.4.2009 kl. 03:40

3 identicon

Í draumalandinu (kvikmynd) sagði einhver að allt tal um "vináttu" Bandaríkjamanna eða annarra stórvelda við Ísland væri rugl - þar gilda bara hagsmunir.

Það sama er um stofnanir - þær eru ástlausar, kaldar búrókrasíur. 

Ef einhver starfsmaður þar myndi gefa slaka í þessu máli, þá væri hann að fara út fyrir valdsvið sitt.

Vandinn er sem sé ekki fólkið eða stofnunin - vandinn er Evrópusambandið og þeirra 120.000 reglugerðir. 

Georg O. Well (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mér finnst það hrein lágkúra að hóta þeim sem hafa annast dýrið og fóstrað það að aflífa það.

Getur verið að umhverfisstofa hafi verið að gera nákvæmlega það sem þeir sögðust vera gera í fréttinni, veita upplýsingar um við hverju mætti búast í þessu ferli?

Ef þetta hefði ekki fylgt bréfinu og þau hefðu hunsað þessa umsókn um leyfi og það mætir allt í einu maður sem er kominn til að aflífa dýrið, þá hefði allt logað fyrir vikið ekki satt?

Fyrir mínar sakir er ég ekki alveg tilbúinn að grípa það beint í æð hversu mikil "hótun" þetta var fyrr en ég fengi að t.d. heyra í Dagbjörtu Briem Gísladóttur hvort að frétta flutningurinn sé að hafa rétt eftir henni ásamt því að sjá bréfið sjálft. Maður verður að muna það að meining getur tapast í bréfskriftum og álit manna á þeim getur verið rosalega mismunandi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.4.2009 kl. 10:05

5 identicon

Stefán.

Við erum alltaf að uppfylla villtustu drauma Kremlar. Stóribróðir alsjáandi og allt um vefjandi og faðmar okkur svo þétt að sér vegna væntumþykju að við kremjumst. Ég skal éta hatt minn uppá að einn daginn verður eitt helsta baráttumál þjóðarinnar að brjótast undan ofurást skriffinna, reglugerðasnápa og sérfræðingaveldis.

kveðja

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:41

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta er bara ein birtingarmyndin á stofnanavæðingunni sem hefur verið á þvílíkri siglingu síðustu 2 áratugi, undir stjórn hverra? Hmm?

Gísli Sigurðsson, 16.4.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband