17.4.2009 | 23:00
Verður Steingrímur J. næsti forsætisráðherra?
Í kvöld las Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upp forsetabréf um frestun á fundum Alþingis Íslendinga, átta sólarhringum áður en fyrstu tölur taka að berast í alþingiskosningum. Með því lýkur þingstörfum á þessu kjörtímabili. Fjöldi þingmanna sat í kvöld sinn síðasta þingfund, en vel á annan tug núverandi alþingismanna sækjast ekki eftir endurkjöri eða munu ekki eiga þangað afturkvæmt eftir kosningarnar annan laugardag. Í kosningunum 2007 varð mesta uppstokkun í þingmannaliðinu frá árinu 1934 og hún verður jafnvel enn meiri núna. Örfáir þingmenn eru eftir af þingmannahópi kjörnum fyrir áratug, vorið 1999.
Í raun má segja að kosningabaráttan hefjist nú fyrir alvöru. Þetta er stutt rimma, þó vissulega hafi þingmenn tekist á í þingsal um mikilvæg málefni hefur lítill sem enginn tími farið í lykilmálin sem þarf að ræða. Þetta verður stysta kosningabarátta íslenskrar stjórnmálasögu og vandséð hvernig það verði nokkru sinni toppað að kosningabaráttan sé aðeins átta sólarhringar frá starfslokum þingsins til fyrstu talna í kosningunum. Átakalínur eru skýrar en flest bendir til þess að söguleg umskipti séu framundan.
Ég yrði ekki hissa á því þó VG yrði stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar í kosningunum um næstu helgi. Mér finnst vindar blási þannig að kjósendur ætli að veita honum og Steingrími J. öndvegissess í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og Geir Haarde var öflugi maðurinn í síðustu kosningabaráttu hefur Steingrímur J. nú hlotið þennan sess. Raunhæfar líkur eru á að hann verði með pálmann í höndunum eftir kosningar og leiði íslensk stjórnmál og krefjist forsætis í næstu ríkisstjórn og hljóti það.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur í þessar kosningar í vægast sagt skelfilegri stöðu. Á innan við tveimur árum, sennilega á innan við hálfu ári betur sagt, hefur hann misst lykilstöðu í nær glatað tafl og má teljast heppinn að haldast yfir kjörfylginu 1987 þegar Albert Guðmundsson nagaði þennan gamla valdaflokk og formanninn Þorstein Pálsson inn að beini með sérframboði sínu. Forysta flokksins á síðustu árum reyndist flokknum illa þegar á reyndi og hélt illa á málum - fær þau sögulegu eftirmæli að klúðra stórt.
Framsókn hefur misst kjörstöðu í upphafi ársins í nær klúðraða. Þeir misstu kapalinn við fall Þingvallastjórnarinnar bæði vegna reynsluleysis og veikleika nýju ungu forystunnar. Flokkurinn fór ekki í stjórn heldur sat hjá og missti trompin eitt af öðru og var beinlínis hlægileg undir lokin. Formaðurinn vildi kosningar snemma til að byggja sig upp, fékk þær en missti spilin á leiðinni. Hann er nú í mikilli baráttu fyrir þingkjöri, valdi ekki öruggt þingsæti í traustu flokkshéraði, og stendur illa.
Samfylkingin græðir á Jóhönnu vissulega. Án hennar væri flokkurinn, sem klúðraði málum í síðustu ríkisstjórn og svaf á verðinum ekkert síður en Sjálfstæðisflokkurinn, í síðum skít og ætti sér varla viðreisnar von. Það er fjarri því gefið að Jóhönnu takist að færa Samfylkingunni oddastöðu eftir kosningar og leiðandi hlutverk í ríkisstjórn. Missi þeir VG fram úr sér missa þeir foryustuna á vinstrivængnum líka og hætt þá við því að Jóhanna verði mjög stutt í viðbót á þingi.
Ég hef beðið eftir því síðustu dagana að einhver umskipti verði í þessari kosningabaráttu. Allt getur gerst. Þau sem ég sé nú fram á og tel að séu í sjónmáli er að VG taki forystuna og nái oddastöðu, leiði næstu ríkisstjórn og taki völdin. Steingrímur J. er klárlega öflugasti flokksleiðtoginn í þessari baráttu, virðist græða á reynslunni.
Bjarni Benediktsson er að byggja upp til framtíðar. Hann tekur við erfiðu búi eftir Geir H. Haarde og það mun taka einhvern tíma að byggja liðsheildina til verka að nýju, svo henti honum. Fylgistap er óumflýjanlegt. Enginn er svo fullkominn að geta lagað allt sem hefur klúðrast á Geirstímanum.
En það verður líka örugglega ekki langt í næstu þingkosningar haldi vinstristjórnin áfram, spái ég. Við þekkjum öll sagnfræði þeirra. Teikn eru á lofti um að stöðugleikinn verði lítill í íslenskum stjórnmálum á næstunni og næsta kjörtímabil verði stutt og brösótt.
En einhver verða umskiptin á þessum átta dögum sem alvöru kosningabarátta stendur. Við bíðum spennt.
Í raun má segja að kosningabaráttan hefjist nú fyrir alvöru. Þetta er stutt rimma, þó vissulega hafi þingmenn tekist á í þingsal um mikilvæg málefni hefur lítill sem enginn tími farið í lykilmálin sem þarf að ræða. Þetta verður stysta kosningabarátta íslenskrar stjórnmálasögu og vandséð hvernig það verði nokkru sinni toppað að kosningabaráttan sé aðeins átta sólarhringar frá starfslokum þingsins til fyrstu talna í kosningunum. Átakalínur eru skýrar en flest bendir til þess að söguleg umskipti séu framundan.
Ég yrði ekki hissa á því þó VG yrði stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar í kosningunum um næstu helgi. Mér finnst vindar blási þannig að kjósendur ætli að veita honum og Steingrími J. öndvegissess í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og Geir Haarde var öflugi maðurinn í síðustu kosningabaráttu hefur Steingrímur J. nú hlotið þennan sess. Raunhæfar líkur eru á að hann verði með pálmann í höndunum eftir kosningar og leiði íslensk stjórnmál og krefjist forsætis í næstu ríkisstjórn og hljóti það.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur í þessar kosningar í vægast sagt skelfilegri stöðu. Á innan við tveimur árum, sennilega á innan við hálfu ári betur sagt, hefur hann misst lykilstöðu í nær glatað tafl og má teljast heppinn að haldast yfir kjörfylginu 1987 þegar Albert Guðmundsson nagaði þennan gamla valdaflokk og formanninn Þorstein Pálsson inn að beini með sérframboði sínu. Forysta flokksins á síðustu árum reyndist flokknum illa þegar á reyndi og hélt illa á málum - fær þau sögulegu eftirmæli að klúðra stórt.
Framsókn hefur misst kjörstöðu í upphafi ársins í nær klúðraða. Þeir misstu kapalinn við fall Þingvallastjórnarinnar bæði vegna reynsluleysis og veikleika nýju ungu forystunnar. Flokkurinn fór ekki í stjórn heldur sat hjá og missti trompin eitt af öðru og var beinlínis hlægileg undir lokin. Formaðurinn vildi kosningar snemma til að byggja sig upp, fékk þær en missti spilin á leiðinni. Hann er nú í mikilli baráttu fyrir þingkjöri, valdi ekki öruggt þingsæti í traustu flokkshéraði, og stendur illa.
Samfylkingin græðir á Jóhönnu vissulega. Án hennar væri flokkurinn, sem klúðraði málum í síðustu ríkisstjórn og svaf á verðinum ekkert síður en Sjálfstæðisflokkurinn, í síðum skít og ætti sér varla viðreisnar von. Það er fjarri því gefið að Jóhönnu takist að færa Samfylkingunni oddastöðu eftir kosningar og leiðandi hlutverk í ríkisstjórn. Missi þeir VG fram úr sér missa þeir foryustuna á vinstrivængnum líka og hætt þá við því að Jóhanna verði mjög stutt í viðbót á þingi.
Ég hef beðið eftir því síðustu dagana að einhver umskipti verði í þessari kosningabaráttu. Allt getur gerst. Þau sem ég sé nú fram á og tel að séu í sjónmáli er að VG taki forystuna og nái oddastöðu, leiði næstu ríkisstjórn og taki völdin. Steingrímur J. er klárlega öflugasti flokksleiðtoginn í þessari baráttu, virðist græða á reynslunni.
Bjarni Benediktsson er að byggja upp til framtíðar. Hann tekur við erfiðu búi eftir Geir H. Haarde og það mun taka einhvern tíma að byggja liðsheildina til verka að nýju, svo henti honum. Fylgistap er óumflýjanlegt. Enginn er svo fullkominn að geta lagað allt sem hefur klúðrast á Geirstímanum.
En það verður líka örugglega ekki langt í næstu þingkosningar haldi vinstristjórnin áfram, spái ég. Við þekkjum öll sagnfræði þeirra. Teikn eru á lofti um að stöðugleikinn verði lítill í íslenskum stjórnmálum á næstunni og næsta kjörtímabil verði stutt og brösótt.
En einhver verða umskiptin á þessum átta dögum sem alvöru kosningabarátta stendur. Við bíðum spennt.
Takk fyrir, búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Nei Steingrímur fér aftur í stjórnarandstöðu.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:09
Auðvitað ber að vera raunsær,en samt er maður ekki svona svartsýnn/barátttuðeðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 01:53
Stefán Friðrik:
Margt hárrétt sem þú segir, en svona svartsýnn er ég ekki fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna.
Evrópumálin eiga þó eftir að verða okkur sjálfstæðismönnum erfið á næstu árum. Hefði landsfundur Sjálfstæðisflokksins verið haldinn í lok janúar, líkt og fyrst var áformað, og sá fundur hefði komist að sömu niðurstöðu varðandi ESB aðild og önnur mál, er í raun mjög líklegt að nýr öflugur hægri flokkur hefði verið stofnaður í kjölfar landsfundar. Með stuðningi stórs hluta atvinnulífsins í landinu og óskemmdur af klúðri undanfarinna 5-6 ára hefði slíkur lýðræðislegur og nútímalegur hægri flokkur getað sópað til sín 20-25% fylgi.
Þetta var það sem Framsóknarflokkurinn ætlaði sér og var á góðri leið með að gera áður en þeir tóku þá arfavitlausu hugmynd að styðja vinstri stjórn. Það var óánægjufylgi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, sem flykktist til Framsóknar á tímabili í vetur og þetta fólk vildi vissulega breytingar, en ekki í átti til vinstri, heldur inn á miðjuna.
Mín spá er að þegar í kjörklefann kemur, muni kjósendur sjá að hér stendur valið á milli tveggja kosta:
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.4.2009 kl. 09:30
Það kæmi mér svo sem ekki á óvart að SJS yrði forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn en hafa ber í huga að líklegt er eins og kemur fram í Fréttablaðinu að næsta kjörtímabil verði stutt ef sf verður í lykilstöðu sem er alveg óvíst hvort svo verði.
Bjarni Ben. er að standa sig vel og er eins og þú nefnir að byggja upp til framtíðar og kosningar aftur eftir svona 2 ár gætu verið gott mál fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Óðinn Þórisson, 18.4.2009 kl. 10:12
Ég held þetta sé nokkuð rétt greining hjá þér.
Ég held að margir séu í mikilli óvissu hvað þeir eigi að kjósa og á endanum ákveði margir að veðja á Steingrím sem sterka manninn í íslenskri pólitík í dag. Ég held það að þegar í kjörklefana er komið þá ákveða margir að rétt sé að gefa Steingrími sitt tækifæri. Þess vegna spái ég að Steingrímur muni uppskera þvolinmótt starf sitt í stjórnarandstöðu í 18 ár í þessum kosningum.
Þess vegna spái ég því eins og þú að hann verði með stærsta flokkinn eftir kosningar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 10:47
Skemmtilegt færsla hjá þér.
Er ég sammála ýmsu þarna hjá þér sérstaklega með framtíðarhorfurnar og að Steingrímur mun seilast eftir Forsætisráðuneytinu ef hann fær þennan langþráða meirihluta.
Nú er stutt í kosningar en samt sem áður hafa ákveðnir ráðherrar verið full yfirlýsingar glaðir t.d. kolbrúnn sem ekki bara skeit út landsbyggðina, heldur gaf henni bókstaflega puttann. (segi ég sem íbúi höfuðborgarsvæðisins)
Okkar ungi menntamálaráðherra lofaði skattahækkunum, og lækkun launa opinberra starfsmanna....
Ég veit ekki með ykkur hin en fyrir mína hönd hræðir þetta mig... Veit að margir/nokkrir sem höfðu íhugað að kjósa vinstri stjórn í fyrsta skipti á ævinni hættu við eftir að þessar konur fóru að tjá sig.
Í staðinn mun mikil hluti þjóðarinnar sleppa því að mæta í kosningar í næstu viku, það er jú lýðræði... að kjósa ekki.
Framundan eru tímar sem þjóðin óttast, þjóð sem treystir ekki bönkunum sínum né ríkistjórninni til að aðhafast neitt, á ekki bjarta framtíð fyrir sér, sama hvað skyndilegir áhugamenn um pólitík sem ætla sér á þing kjósa að segja.
En bíður almenningur eftir skjaldborg heimilanna.... já með séreignarsparnaði ég veit ekki með ykkur hin... en ég þekki engan sem fékk meira en í 10þúsund krónur af þessum milljónum sem menn eiga inni....
kveðja
alfreð
Alfreð Ellertsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.