Enn eitt fíkniefnamálið fyrir austan

Mjög vel gert hjá lögreglunni að koma upp um fíkniefnasmyglið fyrir austan. Lögregluyfirvöld eru orðin vön að taka á stórum málum af þessu tagi. Nokkur slík hafa komið upp á Seyðisfirði, stórt fíkniefnamál þar sem smyglað var dópi í skútu kom upp haustið 2007 á Fáskrúðsfirði og öll munum við eftir fíkniefnamálinu 2004 á Neskaupstað, líkfundarmálið svokallaða.

Þetta er gott dæmi um hversu mikill fíkniefnavandinn er orðinn í íslensku samfélagi. Mjög gott er að löggan standi sig og komi upp um slík mál og er þeim til mikils sóma að standa vaktina vel.


mbl.is Yfir 100 kg af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Það er frábært hve vel lögreglunni tekst upp í þessum málum...

Já, blessaðir austfirðirnir virðast draga til sín alls konar óþarfa, enda fegurðin mikil og , nei segi bara svona, en alveg satt samt...austfirðirnir eru fallegustu firðir landsins...að Eyjafirði meðtöldum  

þarna eru há fjöll og djúpir firðir og gott að skáka í skjóli þeirra við alls konar iðju...en sem betur fer er lögreglan vakandi og sveitafólkið ekki alveg eins grandalaust og ýmsir virðast halda.

TARA, 19.4.2009 kl. 20:07

2 identicon

Alltaf gleyma menn tollgæslunni sem er oftast sem finnur þennan viðbjóð:)

óskar (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...ekki gleyma húsbílnum á Seyðisfirði.

Páll Geir Bjarnason, 19.4.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband