Er Saving Iceland farið að ráðast á Samfó?

Ekki hægt annað en vorkenna Samfylkingunni örlítið fyrir að verða fyrir árás á kosningaskrifstofuna sína. Er Saving Iceland-liðið farið að berja á Samfylkingunni á viðkvæmasta tímapunkti fyrir kosningar? Vinnubrögðin minna allavega ansi mikið á mótmæli og gjörninga þess hóps á síðustu árum.

Mikil harka er komin í þessa kosningabaráttu. Man ekki eftir beittara áróðursstríði í fjöldamörg ár og hörðum átökum, einkum bakvið tjöldin og í netheimum. Lífleg barátta allavega. En þessi árás á Samfylkinguna er samt svolítið sérstök, einkum vegna þess á aðferðirnar sem eru þó kunnuglegar.

mbl.is Slettu skyri í kosningaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er nú frekar hallærislegt Stefán, finnst þér það ekki ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2009 kl. 13:10

2 identicon

Þú veist það alveg eins vel og ég að þeir einu sem hata Samfylkinguna nóg til að gera svona lagað eru Sjálfstæðismenn. Hvítliðar Sjálfstæðismanna eru farnir að sletta skít út um allt og láta sér greinilega ekki nægja að gera þetta eingöngu í auglýsingum sínum.

Valsól (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er mjög hallærislegt og ljótt í alla staði.

Valsól, það er búið að gera það sama við skrifstofu sjálfstæðismanna í Ármúla. Þetta er einhver gjörningur Saving Iceland liðsins við gömlu stjórnarflokkana úr Þingvallastjórninni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.4.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er vont að dæma einhverja, því þetta gæti verið einhver sem er að villa á sér heimildir !!!

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband