Engin ESB-samstaða í vinstristjórninni

Mjög mikilvægt að það sé orðið opinbert og kristaltært að engin samstaða verður um Evrópusambandsaðild og viðræður við ESB í vinstristjórn nema að vinstri grænir leggist flatir undir Samfylkinguna og gefi áherslur sínar eftir. Reyndar hefur verið talað svo skýrt á framboðsfundinum á Selfossi að augljóst að himinn og haf er á milli vinstriflokkanna í þessum efnum. Reyndar átti að fela ágreininginn eða reyna að fela að annar flokkurinn mundi beygja sig undir hinn bara fyrir völdin.

Ég hef reyndar velt því fyrir mér í nokkrar vikur um hvað vinstristjórn ætti að verða mynduð nema þá fyrir sameiginlega þrá vinstrimanna um að sitja saman að völdum og njóta þeirra á meðan allt brennur í kringum þá, samfélagið fuðri upp. Augljóst er að vandinn hefur aðeins aukist síðustu mánuði og reyndar verið aðeins lengt í snörunni, en ekki tekið á vandanum af neinni alvöru. Aðeins smáskammtalækningar hafa komið frá vinstristjórninni.

Og nú er blekkingarleikurinn um Evrópusambandsaðild hjá vinstristjórn endanlega úr sögunni. Ekki náðist saman um það í þessari skammlífu stjórn og nú er ljóst að samstaðan er engin eftir kosningar. Um hvað verður vinstristjórn mynduð þegar ljóst er að VG ætlar ekki að beygja sig fyrir Samfylkinguna og aðaldekurmál þeirra í krísutíðinni?

mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Jú væni. Það er samstaða um að þjóðin eigi að kjósa um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enda er það lýðræði og í raun óþarfi að ræða þetta frekar.

Páll Geir Bjarnason, 21.4.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þetta er auðvitað mjög óþægileg staða fyrir kjósendur, eftir allt daðrið um kosningabandalag.  Það er mjög góð spurning hjá þér, um hvað þeir munu mynda stjórn og ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda.  Veit þó að þeir eru mjög pirraðir yfir þessari auglýsingu (hef ekki séð hanaennþá) vegna fullyrðinga sem þar koma fram um hækkun skatta ýmissa.  Kannski er það eitthvað sem þeir ná betur saman með?

Helgi Kr. Sigmundsson, 21.4.2009 kl. 01:16

3 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband