Útgáfa á ævistarfi nóbelskáldsins tryggð

Ég fagna því að útgáfa á hinu merka ævistarfi Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness sé tryggð og samið hafi verið um hana. Ekki er um það deilt að Halldór er sannkallað þjóðarskáld, einn merkasti Íslendingur og rithöfundur 20. aldarinnar. Hef jafnan borið mikla virðingu fyrir bókum hans og þeirri ritsnilld sem einkennir þær. Halldór sjálfur var auðvitað um margt stórmerkilegur maður og áhugavert að lesa bækur um ævi hans og verk.

Ekki aðeins opinberu ævisögurnar heldur, og ekki síður, ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, sem var vel gerð og unnin, einkum annað bindið sem er stórfenglegt. Þó fyrsta bindið sé umdeilt og mikil læti hafi verið vegna þess er heildarverkið mjög vel gert, sérstaklega annað bindið, sem er með betri ævisögum sem ritaðar hafa verið síðustu ár að mínu mati, þar sem umdeildum kafla á ævi Halldórs er lýst opinskátt.

Einn og hálfur áratugur er liðinn síðan að ég keypti allar bestu bækurnar hans Halldórs. Verk hans höfðuðu mjög til mín og ég las þær upp til agna. Var á þeim aldri að það mótaði mig talsvert og ég held að öllum unglingum sé hollt að lesa verkin hans Halldórs. Allavega gaf það mér mikið.

Ólafur heitinn Ragnarsson vann gott verk við að gefa út bækurnar aftur og gera þær vinsælar að nýju, kynna yngri kynslóðum þetta heildarsafn. Og fáir rituðu skemmtilegar og einlægar um Halldór en einmitt Ólafur.

mbl.is Framtíð Laxness tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband