Sumarkveðja

Sumarblóm

Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegs sumars og þakka fyrir góð samskipti á liðnum vetri. Þetta hefur verið sviptingasamur vetur, sviptingar í veðri, pólitík og ýmsu mannlegu svosem. Þetta hefur líka verið mjög skemmtilegur vetur í skrifum hér.

Dagurinn var notalegur og góður hér á Akureyri. Ég fór í vöfflukaffi með sjálfstæðismönnum á Kaffi Akureyri og fór svo á tónleika hjá kór eldri borgara í Akureyrarkirkju kl. 17:00. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, hefur verið í kórnum frá stofnun og mjög virk í starfi hans alla tíð. Yndislegir tónleikar - flott lagaval og góð stemmning.

Vonandi verður sumarið okkur öllum svo gjöfult og gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband