Aftur til fortíðar - Steingrímur J. í klóm drekans

Mér finnst það mjög óábyrgt hjá Steingrími J. Sigfússyni að bjóða kjósendum upp á fortíðarhyggju af því tagi sem felst í ummælum hans um Icelandair á fundi austur á Egilsstöðum. Enn undarlegra er að neita þeim orðum, sem hafa farið um allt og eru algjörlega skýr. Ekki þýðir að fara í feluleik með þá afstöðu og þau óábyrgu ummæli sem hann lét falla. Slíkt talar sínu máli mjög vel.

Enn undarlegra var að hlusta á útúrsnúninga Steingríms J. um Drekasvæðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem spyrja þurfti hann fimm eða sex sinnum út í afstöðu vinstri grænna til olíuborana án þess að nokkru sinni fengist eitthvað svar. Aumt var það. Er ekki Steingrímur J. í klóm drekans?

mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þetta er mjög athyglisvert.

Í lok fundar bað Steingrímur J. gesti fundarins að gæta að því að hann hefði rætt viðkvæm trúnaðarmál, en benti á að Icelandair, eða Flugleiðir hefðu áður notið stuðningsríkisins. Þegar hann hefði verið samgöngumálaráðherra árin 1988-1991 hefði hann skrifað upp á bréf til Boeing flugverksmiðjanna þar sem talað var um Icelandair sem „national airlines“ eða flugfélag ríkisins.

Hvað haldið þið að yrði sagt, ef ráðherra úr Sjálfstæðisflokki leyfði sér að fjalla á slíkan hátt á opnum fundi um "viðkvæm trúnaðarmál"?  Ég held að það megi reikna með því að slík frétt hefði farið eins og eldur um sinu og ekki dottið úr tísku hjá fjölmiðlamönnum um langa hríð.

Hvað yrði sagt um ráðherra úr Sjálfstæðisflokki sem hefði farið fram með blekkingum í samskiptum við erlend stórfyrirtæki?

Helgi Kr. Sigmundsson, 24.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband