Árni fellur um sæti vegna útstrikana

Ég er ekki undrandi á því að Árni Johnsen, alþingismaður, falli aftur um sæti á framboðslista vegna útstrikana frá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Árni er mjög umdeildur og fjarri því hefur gróið um heilt milli hans og þeirra kjósenda flokksins sem voru ósáttir við endurkomu hans í stjórnmál eftir að hann braut landslög og var dæmdur til fangavistar á Kvíabryggju.

Fátt verður lagað í þeim efnum. Þessar útstrikanir eru gott dæmi um að heiðarlegir kjósendur láta ekki bjóða sér hvað sem er og láta skoðun sína óhikað í ljós. Ég skrifaði gegn endurkomu Árna í stjórnmál árið 2007 og fór í viðtal á Stöð 2 og lét mína skoðun í ljós.

Ekki var það af illsku í hans garð heldur vegna þess að ég taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti betra skilið en bjóða upp á þingmenn af þessu tagi. Ég er auðvitað enn sömu skoðunar.

mbl.is Árni Johnsen niður um þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Er þér algjörlega sammála. Mér finnst algjörlega ótrúlegt að Árni Johnsen hafi fengið að fara á þing að nýju. Maðurinn notaði aðstöðu sína sem embættismaður til að stela peningum.. og reyndi síðan að leyna því og laug að kjósendum ítrekað.

Hvað segir það um Sjálfstæðisflokkinn að yfir gjörðir hans hafi verið strikað í skjóli nætur þegar forsetinn var fjarverandi ..

Ég er viss um að það séu margir sem væru til í að yfir sakaskrá þeirra yrði strikað.. með einu pennastriki ... þetta er til skammar!

ThoR-E, 27.4.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband