Frambjóðandi vill sjá úrslit úr prófkjöri

Sjálfstæðisflokkurinn Mikla athygli hefur vakið að hvergi hefur verið birt heildarniðurstaða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi í nóvember. Aðeins var birt atkvæðafjöldi frambjóðenda í það sæti sem þeir fengu beint kjör í. Tafla með heildaratkvæðum, eins og birt voru eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvestur- og Suðurkjördæmi í október og nóvember, hefur ekki enn sem komið er verið birt opinberlega.

Nú hefur Sigurjón Benediktsson, einn frambjóðanda í prófkjörinu, skrifað um þessa merkilegu staðreynd á bloggvef sinn. Hann telur eðlilegt að þessar heildartölur verði birtar opinberlega. Tek ég heilshugar undir þau skrif, enda skil ég ekki að formaður kjörnefndar opinberi ekki að fullu þessar tölur. Sjálfur veit ég að frambjóðendur fengu þessar tölur og einhverjir fleiri og við sem þekkjum til mála vitum stöðuna mjög vel. En þessi tafla hefur enn ekki verið birt opinberlega frá kjörnefnd og þar stendur eitthvað í veginum ef marka má Sigurjón.

Það hlýtur að vera að formaður kjörnefndar láti birta þessar tölur á Íslendingi, vef flokksins í bænum. Annað væri með öllu óeðlilegt að mínu mati, enda er hefð fyrir því að atkvæðatölur í öll sæti sem kosið er um séu birtar opinberlega, allavega á vef Sjálfstæðisflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband