Kjósendur fella Guðlaug Þór af leiðtogastóli

Mér finnst kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður senda mjög sterk skilaboð með því að fella Guðlaug Þór Þórðarson af leiðtogastóli í kjördæminu og lækka hann í tign í kjölfar styrkjamálsins. Milliliðalaust hafa flokksmenn og kjósendur listans látið skoðun sína í ljós í kjörklefanum. Þetta hlýtur að teljast milliliðalaust lýðræði allavega.

Sjálfstæðismenn gera betur en Samfylkingarmenn sem þorðu ekki að lækka Steinunni Valdísi eða Helga Hjörvar í tign eftir styrkjaumræðuna. Ég fagna því mjög að siðferði í stjórnmálum séu stóru skilaboðin frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkínn í Reykjavík á kjördag.

mbl.is Guðlaugur Þór niður um sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingarmenn þorðu því víst stefán minn, það voru bara ekki nógu margir sem þorðu því. Herslumunurinn liggur kannski í því að Guðlaugur var líka viðriðinn stóra styrkjamálið hjá XD?  Ef ég hefði kosið samfylkinguna í hennar kjördæmi þá hefði ég strikað yfir hana. En annars kom mér mest á óvart hversu mikið er um útskrikanir alls staðar, fólk er greinilega farið að nota sér það meira.

En Kolbrún Halldórsdóttir situr í efsta sæti yfir útstrikanir í Reykjavík suður (kannski alls staðar.. veit ekki). Mikið var ég ánægð með það :)

Jæja bið að heilsa í bæinn. 

Ólöf (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Stefán

Kosningarnar og þessar útstrikanir voru fyrirséðar eins og bæði ég og þú vorum búnir að benda á. Allt fór þetta því miður eins og við óttuðumst.

Þegar þetta styrkjamál kom upp þá hefði þurft að gera miklu meiri breytingar en að láta þenna unga mann hætta sem var í starfsþjálfun hjá Kjartani Gunnarssyni þegar styrkirnir voru greiddir inn í flokkinn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.4.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband