Afrek læknisvísindanna

Fréttin af konunni með nýja andlitið er litla stórfrétt dagsins að mínu mati. Mikið afrek og eitt af undrum læknisvísindanna. Ég sá umfjöllun í sjónvarpsþætti um þessa konu fyrir nokkrum árum, þá algjörlega afmynduð og var þá að vonast eftir kraftaverki og hún gæti átt sér eitthvað líf með nýtt andlit. Svolítið sérstakt að sjá konu með nýtt andlit. Fannst reyndar undarlegast af öllu að konan hefur fyrirgefið manninum sínum, sem afmyndaði hana, og ætlar að bíða eftir honum þegar hann kemur úr fangelsi. Mikill er máttur fyrirgefningarinnar, segir maður bara.

Fyrir og eftir aðgerðina

mbl.is Fékk 80% af andliti annarrar konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband